Heimsreisa Gunnars Kára Oddssonar
Gestur fundarins Gunnar Kári Oddsson sagði okkur frá heimsreisu sem hann fór í á s.l. ári.
Forseti setti fund kl. 19, bauð alla velkomna og sérstaklega gesti fundarins þá Anton Hartmansson og Gunnar Karl Oddsson sem er fyrirlesari kvöldsins. Ritari las upp fundargerð 37. fundar. Lítilsháttar athugasemd. Forföll hafa boðaða Björn Rúriks, Magnús Hlynur og Gunnar B. Stefán A og Ingimundur. Forseti sagði að breyting yrði á dagskrá næsta fundar, fyrirhuguð fyrirtækjaheimsókn frestast, en fundurinn verður auglýstur nánar síðar í tölvupósti. Breyting verður á félagahópnum þar sem Vigfús er fluttur til Reykjavíkur og hættir í klúbbnum og er þetta hans síðasti fundur. Finna þarf nýjan einstakling, eða einstaklinga til að taka við heimasíðunni af Vigfúsi og félagar beðnir að koma með ábendingar. Matarhlé, boðið upp á ljúfeigan lax. Oddur kynnti son sinn Gunnar Kára blaðlaust, það kom honum fljótlega í koll þar sem að hann mundi hvorki fæðingadag eða ártal. Fundarmenn glöddust þó yfir að hann kannaðist við strákinn. En Gunnar er fæddur 1990. Átti sér þann draum að ferðast um heiminn og ákvað hann ásamt félögum sínum að fara í heimsreisu. En þegar á hólminn var komið höfðu allir félagarnir hætt við og Gunnar fór einn í ferðina sem stóð frá 3. mars til 4. júní 2012. Gunnar sagði frá ferðinni og var með myndasýningu úr henni. Í byrjun fór hann til Egiptalands þar sem að hann bjó á Hosteli og lærði köfun hjá eigendunum í mánuð. Fór síðan með rútu til Kairó. Kynntist þar leigubílsstjóranum Mústafa sem reyndist hrappur hinn mesti og lét hann m.a. kaupa dýrari gistingu en hann hafði ætlað í o.fl. Í landinu skoðaði hann m.a. pýramída. Fór því næst til Tælands þar sem hann lék sér við meinlaus tígrisdýr en varð fyrir árás af gæsum. Var bitinn af dengaflugu og varð í framhaldinu veikur á viku. En stundaði einnig köfun í landinu. Fór því næst til Malasíu þar sem að hann stundaði m.a. köfun. Tók rútu til Singapúr og tók flug til Sydney í Ástralíu. Þegar þangað var komið tók við 72 tíma lestarferð út á land þar sem að hann stundaði köfun. Frá Ástralíu til Nýasjálands þar sem hann prufaði teygjustökk og fallhlífastökk. Síðan til Fiji og loks til Hawai. Á ýmsu gekk í ferðinni og sagði hann að til að fjölskyldan gæti fylgst með ferðum hans hafi þeir tengt farsímann við googel map. Gunnari þakkað skemmtileg erindi.