Fréttir

23.4.2013

Klúbbfundur 16.4.2013.

Sérstaka athygli vakti að þrír feðgar eru í klúbbnum.       Kjartan og Ólafur Helgi-Óli þ og Guðbjartur-Einar El.og Örn 16.4.2013

Varaforseti setti fund kl. 19 í forföllum forseta, bauð alla velkomna og sérstaklega gest fundarins Jón Pétursson Rkl. Héraðs, hann var umdæmisstjóri ´96 -´97. Forföll hafa boðaða Ásta Stefáns, Ragnheiður, Björn Rúriks, Agnar, Þórarinn, Magnús Hlynur og Sigurður Þór. Varaforseti sagði að fundurinn í kvöld yrði óvenjulegur þar sem Stórsveit Suðurlands væri með hljóðprufur í næsta sal. Ritari las upp fundargerð 35. fundar og stallari las upp fundargerð 36. fundar. Gerð var athugasemd við að fundargerðir væru of langar. Formaður undirbúningsnefndar fyrir umdæmisþing Þorvarður Hjaltason sagði frá starfi nefndarinnar. Ætlunin er að fá formenn nefnda til að mæta á fund þriðjudaginn 23.4 kl 17:30 í Hótelinu. Einnig að á fundi framkvæmdarnefndar fyrir hálfum mánuði hafi verðskrá fyrir þingið verið ákveðin. Einnig hvatti hann félaga klúbbsins til að mæta á þingið. Matarhlé, boðið upp á kjúklingabringur. Varaforseti sagði frá stjórnarskiptafundi sem fram fer í Rauðahúsinu 2. Júlí, farið verður með rútu og hvatti félaga til að taka með sér maka. Nýlega hélt verðandi umdæmisstjóri BBJ námskeið í Reykjavík um félagaþróun sem tókst mjög vel og varaforseti sótti. Einnig fór hann yfir starfsáætlun næsta starfs árs 2013-2014. Þar kom fram að í klúbbnum eru 29 virkir félagar, þar af 5 konur. Ræddi möguleika á að stækka félagasvæðið og að félagar bjóði fólki á fund til að fjölga í klúbbnum og eins til að gera klúbbinn sýnilegri. Umdæmið þarf að halda sínu sjálfstæði og þá þurfa að vera minnst 1200 manns í því. Gunnar B benti á að í eina tíð hafi klúbburinn gefið efnilegum nemendum við fjölbrautarskólann bókagjöf við útskrift. Í forföllum Þórarins var Kristján Már með erindi kvöldsins. Las upp limrur um monthana og Mývetninga. Las svo úr tjónaskýrslum skondnar lýsingar tjónvalda á atburðarásum og skýringar á slysum. Las svo úr bókinni 1001 Gaman saga. Í lokin skoraði Kristján á Stefán Magnússon að vera næst með erindi. Heimasíðustjóri klúbbsins Vigfús benti á að á fundinum væri þrír feðgar og vildi hann fá mynd af þeim. Einar og Örn. Kjartan og Ólafur. Óli og Guðbjartur.

Kjartan og Ólafur Helgi-Óli þ og Guðbjartur-Einar El.og Örn 16.4.2013Ástfríður 16.4.2013Björgvin 16.4.2013Björgvin 16.4.2013Garðar Eiríksson 16.4.2013Garðar Eiríksson 16.4.2013Kristján Már 16.4.2013Kristján Már 16.4.2013Þorvarður 16.4.2013Þorvarður 16.4.2013