Fréttir

22.4.2013

Sveitarfélagið Árborg. Hvað er á döfinni ?

Félagi okkar Ásta Stefánsóttir framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar fjallaði um fyrirhugaðar framkvæmdir í Árborg.  Þrettán félagarúr Rótarýklúbb Mosfellssveitar, heiðruðru okkur með nærveru sinni á fundinum.     Fundur 9.4.2013Fundur 9.4.2013

Forseti setti fund kl 19:05 og bauð gesti velkomna en þeir voru í fjölmennari kantinum í þetta sinn þar sem 13 félagar úr Rkl. Mosfellssveitar heiðruðu okkur með nærveru sinni auk eins félaga úr Rkl. Borgum og skiptinema frá Bandaríkjunum. Forföll höfðu boðað Björn Rúriksson, Björn Bjarndal og Björgvin Örn. Auk þess boðaði pólfarinn forföll vegna veikinda en framkvæmdastjóri sveitarfélagsins er með ráð undir rifi hverju og stökk hún í hlutverk Vilborgar og flutti erindi kvöldsins án viðkomu á pólum jarðarinnar.

Forseti minntist í nokkrum orðum heiðursfélaga okkar Stefáns Guðmundssonar sem lést 28. mars s.l. og vottuðu fundarmenn honum virðingu sína með því að rísa úr sætum og eiga stundarþögn saman. Kristján Már færði fundinum kveðju frá Sr. Kristni Ágústi sem staddur var á landinu en hafði því miður ekki tök á að mæta til fundarins.

Í matarhlé var boðið uppá dýrindis lambakjöt með kartöflugratíni og sumarlegu grænmeti sem gladdi augað og magann.

Að matarhléi loknu fjallaði Ásta um fyrirhugaðar framkvæmdir í Árborg en þar er svo sannarlega af nógu að taka. Verkefnin eru mörg en fá þeirra eru stór. Helst má nefna stígagerð, fráveitumál, vatns- og hitaveitumál, viðhald fasteigna og lóða og nýframkvæmdir. Ásta lýsti íþróttavöllum og –húsum og aðstöðu þeirra íþróttagreina sem unnt er að stunda í bænum. Yfirlitsmynd sýndi glögglega þær framkvæmdir sem ráðist var í vegna unglingalandsmótsins á síðasta ári og nefndi Ásta að mótið hefði ítrekað vinsældir göngustíga enn frekar og verður lagt í fleiri slíkar framkvæmdir á næstunni. Einnig verða framkvæmdir á Eyrabakka og Stokkseyri, t.d. við fjörustíg á milli þorpanna auðvelda samskipti og umferð barna og auka öryggi þeirra. Einnig má nefna endurnýjun á ljósstaurum og bætta gatnalýsingu.

Farið verður í lagfæringar og framkvæmdir við lóðir fasteigna bæjarins og við ýmis opin svæði, áframhaldandi vatnsöflun við Ingólfsfjall sem og rannsóknaboranir. Þess er vænst að ekki þurfi að koma til þess að setja takmarkanir við vatnsnotkun bæjarbúa í sumar eða lokunar sundlaugar þrátt fyrir snjóleysi vetrarins. Jafnframt eru hitaveituframkvæmdir á dagskrá, stækkun dreifikerfis og mælaskipti á vissum stöðum. Margt af því sem laga þarf eru afleiðingar jarðskjálftans 2008. Í lokin nefndi Ásta framkvæmdir sem farið verður í við stofnanir svo sem MS, HSU og SS auk Litla-Hrauns. Ásta fékk gott lófatak að fyrirlestri loknum enda snaggaralega flutt en enginn tími vannst þó til spurninga.

Í lok fundar þakkaði forseti Rkl. Mosfellssveitar, Sigríður Johnsen fyrir móttökurnar um leið og hún skoraði á Selfyssinga að koma í heimsókn, það væri jafn langt í báðar áttir. Hún minnti á hve dýrmætt og ánægjulegt það er að njóta samveru í góðum hópi, skiptast á skoðunum og læra hvert af öðru.


Fundur 9.4.2013Fundur 9.4.2013Fundur 9.4.2013Fundur 9.4.2013Fundur 9.4.2013Fundur 9.4.2013Fundur 9.4.2013Fundur 9.4.2013Fundur 9.4.2013Fundur 9.4.2013Fundur 9.4.2013Fundur 9.4.2013