Fréttir

2.4.2013

Uglur á Íslandi

Gestur á fundi 26.3.2013, Örn Óskarsson líffræðingur og kennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands ræðir um fuglalíf.   Örn Óskarsson 26.3.2013

Forseti setti fund kl. 19 og bauð alla velkomna og sérstaklega Örn Óskarsson fyrirlesara kvöldsins. Forföll hafa boðaða Ingimundur, Björn Rúriks og Agnar. Forseti sagði að fundurinn í kvöld væri með öðru sniði en venjulega þar sem að fyrirlesarinn á að vera á öðrum stað seinna í kvöld. Því verður byrjað á erindinu. Olga Lísa sagði að nú þegar lífið væri að kvikna í náttúrunni þá hafi henni þótt nærtækast að fá umfjöllun um fugla og að hún hafi leitað til samstarfsfélaga sín Arnars Óskarssonar um erindið. Örn þakkaði boðið og sagðist halda að þetta sé í þriðja skipti sem að hann sé með erindi hjá klúbbnum. Í kvöld ætlar hann að tala um uglur. Um 189 tegundir eru til af uglum í heiminum. Hér á landi verpa þrjár tegundir, Brandugla, Eyrugla og Snæugla. Útbreiðslusvæði Branduglunnar er út um allan heim og kemur hún hingað til lands um 1900 og er þá mest á Suðurlandi, í Holtunum og Rangárvallasýslu síðar dreifist hún um landið allt. Fyrsta varp er staðfest 1912. Fuglinn er farfugl sem flýgur til Bretlands en hluti á hér vetursetu. Helsta fæða þeirra eru hagamýs, en hægt er að greina matatlistann af ælum sem að þær skilja eftirsig, en í þeim eru oft beinagrindur þeirra dýra sem að þær éta. Hér á landi eru á milli 300-500 pör sem verpa 4-8 eggjum og eru ungarnir misgamlir, en afdrif unga ræðst af fæðu framboði. Fuglinn verpir í grasi, lyngi og kjarri. Þetta er sú tegund sem auðveldast er að sjá. Eyruglan er frekar nýleg hér á landi og er að sjást fyrst 2001. Er skógarfugl sem leggur sér helst til munns. Af ælunni að merkja eru það mest auðnutittlingar sem að hún er að éta. Fuglinn er dekkri og gróflitaðri en Branduglan. Er á stærði við meðalstærð af mávategundunum. Verpir í trjám og er kallmerki þeirra eins og rám lóa, en köllin fara mest fram á nótunni. Erlendis er fuglum hjálpað að koma upp hreiðurstæðum og var það prófað í vetur að setja upp nokkrar bast körfur til að sjá hvort að pörum með hreiður fjölgi framyfir þau 15 þegar mest var. Snæuglan er hánorræn túndrufugl sem hefur vænghaf upp á 1,5m. Fuglinn lifir mest á norðurhveli jarðar, en hér á landi er hann mest á miðhálendinu og verpir m.a. í malarurð og mosa á hæðarkollum til að hafa gott útsýni. Veiðir sér mest rjúpur, gæsarunga, vaðfugla og endur til matar. Hér í nágrenninu hefur sést til fuglsins á Snæfoglsstöðum. Vitað er til að uglur ráðist á hunda og læsi í þá klónum. Erni þakkað erindið. Matarhlé, boðið upp á snitsel af áður þekktu dýri. Lesnar upp þrjár fundargerðir, ritari las fyrst upp fundagerð sem var samþykkt með breytingu, þá las stallari fundargerð sem að hún skráði í forföllum ritara, var hún samþykkt. Þá las ritari fundagerð síðasta fundar í Tryggvaskála, þar var ekkert dregið undan við hvernig ræsingarbúnaður blámanna er settur í gang áður en menn ná fyrsta andardrættinum, ekki þótti mönnum það athugavert, eeennn að barnið var haldið uppi á fótunum en ekki löppunum við barsmíðarnar þarna um árið. Að sögn Vestfiðringana í hópnum. Forseti sagði frá að fundurinn 2. Apríl falli niður og að 9. Apríl komi Vilborg pólfari, einnig mæti félagar út Rkl. Mosfellssveitar á fundinn. Rúmlega 66. Þúsund verða lagðar inn á Rótarýsjóðinn eftir heimsóknina í Tryggvaskála og vonandi meira síðar. Jón Rúnar skemmtinefndarmaður sagði frá að undirbúningur fyrir Skotlandsferð væri á fullu. Eftir næsta fund verður kynning kl 20 á ferðinni fyrir þá sem ætla út og er æskilegt að maka komi með á kynninguna. Ólafur Helgi er að skoða með tónleika og aðra menningar viðburði þá daga sem hópurinn verður í Skotlandi. Forseti þakkaði Dísu aftur fyrir móttökuna í skálanum og óskaði félögum gleðilegra páska.

Örn Óskarsson 26.3.2013Örn Óskarsson 26.3.2013Örn Óskarsson 26.3.2013Örn Óskarsson 26.3.2013