Fréttir

25.3.2013

Saga Tryggvaskála á Selfossi

Félagi okkar Bryndís Brynjólfsdóttir fræddi okkur um sögu Skálans og þá sem þar hafa búið og starfað.  Bryndís er dóttir hjónanna Brynjólfs Gíslasonar og Kristínar Árnadóttur en þau ráku veitingasölu í Tryggvaskála um áratugaskeið.   Fundur í Tryggvaskála 19.3.2013

Félagar söfnuðust saman í salinn inn af aðalinngangi á suðurhlið Tryggvaskála og áttu þar spjall saman áður en Bryndís Brynjólfsdóttir staðarhaldari í Tryggvaskóla (Dísa í skálanum) bauð okkur upp á efri hæðina. Í Konungssalnum í Vesturenda var búið að dekka fjölmörg borð fyrir kvöldið. Forseti setti fund kl. 19 og bauð alla velkomna og þakkaði Bryndísi sérstaklega fyrir boðið í þetta yndislega hús. Sagði jafnframt að aðeins væri eitt mál á dagskrá og það væri umfjöllun Bryndísar, uppsafnaðar fundargerðir yrðu lesnar síðar. Bryndís bauð okkur velkominn og sagði að dagurinn í dag væri sérstakur fyrir þær sakir að í dag væru 110 ár frá fæðingu pabba hennar, Brynjólfs Gíslasonar sem hefði verið með veitingarekstur um áratuga skeið og búið í húsinu í 32 ár. Svefnherbergi hans og Kristínar Árnadóttur konu hans var einmitt þar sem að við fundum nú. Þegar Kristín var 45 ára ól hún þeim hjónum Bryndísi sem ekki dró andann við fæðingu og var mjög blá. Þá var gripið til þess ráðs að halda henni uppi á löppunum og flengja hana, en það dugði ekki til, var henni þá dýft í tvo bala til skiptis, með heitu og köldu vatni milli þess sem hún var rassskellt, loks fór hún að anda, en hún er samt mjög „blá“ inn við beinið segja gárungarnir. Matarhlé þar sem að þær mæðgur Bryndís og Kristín Hafsteinsdóttir buðu upp á fjölbreytt úrval af snittum, bjór, gos, kaffi og konfekti. Var fundarmönnum boðið að láta fé rakna í bauk á matarborðinu sem á að renna til Rótarýsjóðsins og tóku félagar vel í það. Einnig runnu fundargjöld kvöldsins í Rótarýsjóðinn að tillögu Bryndísar. Að matarhléi loknu sagði Bryndís frá því að það hafi verið systurdóttir sín sem hefði útbúið brauðið, en hún er kokkur í Gólfskálanum í Reykjavík og lærði í smurbrauðsgerð á síðustu öld á Hótel Sögu. Það var árið 1890 sem Tryggvi Gunnarsson lét byggja Skálann fyrir brúarsmiði sem unnu við Ölfusbrúnna. Undanfarin ár hafa endurbætur átt sér stað á húsinu. Nú rétt fyrir áramót var húsið friðaða af Mennta- og menningarmálsráðherra sem Bryndís telur vera mikla viðurkenningu á þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað. Bryndís rakti sögu skálans og uppbyggingu hans. Las hún síðan upp úr handskrifuðum heimildum sem voru skrifaðar upp eftir pabba hennar. Voru þetta hrakningarsögur af fólki sem átti leið um Tryggvaskála að vetrarlagi. Yfirleitt var það snjór og kuldi sem var að hefta för fólks. Ferðalangar voru oft á tíðum orðni svangir og kaldir. Það var skondið að heyra að það sem var að bjarga fólki var m.a. blóðmörskeppir og koniac. Bryndís uppskar mikið klapp í lokin. Forseti þakka Bryndísi yndislegt heimboð í Skálann í 110 ára afmæli Brinka í Skálanum. Hann var einn af stofnendum Rótarýklúbbs Selfoss sem einmitt var stofnaður í Tryggvaskála 30. Maí 1948.
Fundur í Tryggvaskála 19.3.2013Fundur í Tryggvaskála 19.3.2013Fundur í Tryggvaskála 19.3.2013Fundur í Tryggvaskála 19.3.2013Fundur í Tryggvaskála 19.3.2013Fundur í Tryggvaskála 19.3.2013
Fundur í Tryggvaskála 19.3.2013Fundur í Tryggvaskála 19.3.2013Fundur í Tryggvaskála 19.3.2013Fundur í Tryggvaskála 19.3.2013