Klúbbfundur 5.3.2013
Félagi okkar Örn Einarsson með starfsgreinaerindi.
Forseti setti fund kl. 19 og bauð alla velkomna. Kynnti einnig að nú hefðum við endurheimt Kjartan T Ólafsson sem ætlar að vera með okkur í klúbbnum, Kjartan boðin velkominn. Forseti fór yfir dagskrá fundarins. Boðað hafði forföll Kristján Már, Magnús Hlynur, Sigurður Þór og Jón Rúnar. Því næst las ritari fundargerð síðasta fundar. Minni háttar ath. bent á að Einar væri Vestfirðingur eins og aðrir góðir menn. Forseti las bréf frá Umdæmisstjóra Rótarý um niðurstöðu valnefndar um umdæmisstjóra starfsárið 2015-2016. Þar valdi nefndin Magnús B Jónsson úr Rótarýklúbb Boragness. Magnús hefur meðal annars verið skólastjóri Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Varaforseti sagði frá að Pets móti sem haldið hafi verið í MK á síðasta laugardag þar sem að fjórir félagar hefðu verið, Garðar, Björgvin, Björn B og Ólafur Helgi. Starfsþjónustunefnd er með mars mánuð og var það Bryndís einvaldur nefndarinnar sem sagði frá viðburðum mánaðarins. Frosti Guðmundsson rekstrahagfræðingur kemur á næsta fund, en Bryndís rakst á hann í viðtali í sjónvarpinu um helgina og hringdi í hann og bauð honum að koma. 19. Verðum við í Tryggvaskála og á andvirði fundarins að fara í Rótarýsjóðinn. Í lok mánaðarins kemur Örn Óskarsson, kennari við Fsu. Matarhlé, boðið uppá súpu með kjúklingabitum ??. Að loknu matarhléi var komið að Erni Einarssyni að halda starfsgreinaerindi. Örn var með kynningu sem að hann varpaði á sýningartjaldið. Örn er Selfyssingur fæddur 1966, sonur Einars El og Sigríðar Bergsteinsdóttur. Á samtals þrjú börn, strák sem er elstur og hann fyrir. Með konu sinni Steinunni á hann tvö börn, strák og stelpu. Steinunn er dóttir Sigurðar fv. Kaupfélagsstjóra. Gárungunum þótti merkilegt þegar stefndi í erfðablöndu af Einari El og Sigurði kaupfélagsstjóra. Örn trúði okkur fyrir því að þrátt fyrir ungan aldur væri hann 75% rafviki. Steypuiðjan var stofnuð af áður nefndum Einari árið 1968 og voru framleidd steinrör ýrstu árinn. Á næstu árum og áratugum óx og dafnaði fyrirtækið sem færði sig yfir í framleiðslu á plaströrum og einangrun á hitaveiturörum. Árið 2007 voru umsvifin orðin gríðarlega mikil og fjölbreytileiki í framleiðslu þess mikill styrkur. Fyrirtækið var búið að stækka við sig og komið með iðnaðarhúsnæði beggja vegna Gagnheiðarinnar og lóðir á leigu undir lager. Markaðurinn hrundi árið 2009, fljótlega var farið að leita að sóknarfærum. Opnuð var verksmiðja í Þýskalandi sem er m.a. að framleiða einangrun á rör sem framleidd eru í nágrenni við verksmiðjuna. Í dag starfa þar fjórir starfsmenn, en á Íslandi eru um 55 starfsmenn. Sóknarfæri hafa verið í Noregi, Grænlandi og víðar en mikil vinna er framundan í markaðsmálum. Bruninn í Set fyrir ári fór betur en á horfði, enda mikill eldsmatur í næsta nágrenni. Talsvert er af erlendum stafsmönnum sem starfa hjá fyrirtækinu, sem koma frá Póllandi og Litháen. Eru þeir oft á tíðum með góða menntun og þar af leiðandi hæfari en Íslendingarnir. Þrátt fyrir nokkuð sterka markaðstöðu hér á landi er heilmikið flutt inn af rörum. Töluverðar fyrirspurnir í lokinn. Erni þakkað fyrir skemmtilegt og fróðlegt erindi.