Fréttir

11.3.2013

Einar Kárason rithöfundur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss 26.2.2013

Einar Kárason fjallar um skáldsögur sínar um Sturlungaöld, Óvinafagnað, Ofsa og Skáld og væntanlega um Sunnlendinginn Gissur jarl.    Einar Kárason 26.2.2013

Forseti setti fund kl. 19 og bauð alla velkomna, sérstaklega gest fundarins Einar Kárason rithöfund. Boðað hafði forföll Gunnar Guðmunds og Þorvarður. Forseti fór yfir dagskrá fundarins og bað ritara að lesa fundargerðir síðasta fundar. Athugasemd gerð við starfsheiti fyrirlesara. Forseti sagði frá að um næstu helgi verði petsmót fyrir verðandi forseta og ritara haldið í Kópavogi eins og undanfarinn ár. Þar sem að Garðar og Björgvin verða einu karlarnir í næstu stjórn er ætlunin að senda þá. Formaður skemmtinefndar Jón Rúnar tók upp léttara hjal og benti á að nú styttist í ferðina til Glasgow og að menn þurfi að byrja greiða inn á hana á næstu dögum. Tuttugu og sjö eru skráðir í ferðina og en er hægt að skrá sig í ferðina. Matarhlé þar sem boðið var upp á kjúklingabringur og franskar. Að matarhléi loknu kynnti Óli Þ fyrirlesara kvöldsins Einar Kárason rithöfund, hann er fæddur 1955 í Reykjavík stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina 1975. Stundaði störf við sjó og land framann af og gerðist meðal annars gulrófnabóndi í Gaulverjabæjarhreppi á tímabili. Hann hefur skrifað mjög fjölbreyttar bókmenntir á sínum rithöfundarferli og gefið út 23 titla, allt frá barnabókmenntum til kvikmyndahandrita. Ættaður af Vestfjörðunum og á tenginu austur fyrir fjall þar sem að faðir hans vann við MBF í fjölmörg ár. Kynninguna flutti Óli blaðlaust og slóg hvergi af í henni, var eins og hann hafi þekkt Einar.....lengi. Einar flutti erindi sitt blaðlaust, stóð fyrir aftan stólinn þar sem að hann hafði matast stuttu áður. Fór á flug og ræddi um bækur og bókaskrif á 12. og 13. öldinni. Á þessum öldum blómstraði bókmenningin, það var þeim öldum sem að mörg af helstu bókmenntaverkum Íslendinga voru skrifuð. En ekki er getið höfundar að mörgum af þessum verkum eins og Njálu, Íslendingasögunum, Grettissögu og Flugumýrarbrennu svo einhver séu nefnd. Það hefur valdið mönnum miklu hugarangri og litið út fyrir að verkin hafi bara bunað upp úr Íslendingum. Vont að menn skildu ekki kvitta fyrir verknaðinn. Eru það helst Snorri Sturluson og Sturla Þórðarson sem eru grunaðir um aðild að einhverjum þessara verka. En margt er líkt með sumum af þessum bókmenntaverkum eins og Njálu og Flugumýrarbrennu, þar sem að skrifað er keimlíkt um húsbrunana í báðum sögunum. Einar las úr bók sinni Skáldið, brot úr Færeyingasögu sem að hann telur vera eftir Sturlu Þórðarson og svipar til Flugumýrarbrennu og Örlygsstaðabardaga. Djúpar pælingar í lokin sem að Einar lagði sig allan fram við að svara. Sumir skildu margt af svörum skáldsins meðan fyrir öðrum voru svörin kristaltær. Honum þakkað erindið með lófaklappi. Næst fundur klúbbfundur, Örn verður með starfsgreinaerindi.


Einar Kárason 26.2.2013Einar Kárason 26.2.2013Einar Kárason 26.2.2013