Fréttir

24.2.2013

Sólstafir, sjálfshjálparsamtök á Ísafirði fyrir þolendur kynferðisbrota.

Kynning á Sólstöfum, sjálfshjálparsamtökum á Ísafirði fyrir þolendur kynferðisbrota á Vestfjörðum – rannsókn á afstöðu notenda – Kristrún Helga Ólafsdóttir MA í félagsráðgjöf og leiðbeinandi um varnir gegn kynferðisbrotum gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss 19.2.2013.    Kristrún Helga Ólafsdóttir 19.2.2013      

Varaforseti setti fund í forföllum forseta kl. 19 og bauð alla velkomna, sérstaklega gesti fundarins þau Kristrúnu Helgu Ólafsdóttur fyrirlesara kvöldsins og afa hennar Kjartan T Ólafsson, okkar mann. Boðað hafði forföll Ragnheiður, Ásta Stefáns, Gunnar Guðmunds, Ástfríður og Þorvarður. Varaforseti bauð svo gestunum að fá sér kvöldmat í fylgd sonar og föður gestanna. Í matinn var langþráður plokkfiskur með rúgbrauði. Að matarhléi loknu flutti ritari bara eina fundargerð. Engar athugasemdir. Ritari sagði einnig frá að hann ásamt Birni B og Magnúsi Hlyn hafi farið í Gunnarsholt fyrr um daginn á málþing á vegum Rótarýklúbbs Rangæinga um eignarhald á landi. Málþingið tókst vel og var klúbbnum til sóma. Varaforseti bað Agnar Pétursson um að tilnefna næsta flytjanda á erindi þar sem að það hafi gleymst á síðasta fundi. Agnar bauð Kristjáni Má að vera með erindi næst. Ólafur Helgi kynnti fyrirlesara kvöldsins, las hann alla kynninguna upp af blaði sem að mönnum þótti skemmtilegt þar sem að hann var að kynna dóttur sína sem er fædd á Selfossi 1980 og bjó þar um hríð með foreldrum sínum þar til þau fluttu á Vestfirði og bjuggu þar. Hefur síðast lokið mastersnámi til starfsréttinda í félagsfræði frá HÍ og starfar hjá Félagsþjónustu Hafnarfjarðar. Lentum í heilmiklu tölvubasli, en kynningunni átti að varpa á tjald sem að ekki tókst og Kristrún flutti kynninguna af blaði sem að hún leisti mjög vel. Sagði okkur að málaflokkurinn væri mjög erfiður í víðum skilningi. Kynnti okkur þær niðurstöður sem að hún fékk við rannsókn tengda meistararitgerð sinni. Ritgerðina vann hún í samvinnu við Sólstafi á Vestfjörðum, en Sólstafir eru sjálfboðaliðasamtök svipuð og Stígamót sem aðstoða fórnalömb kynferðisofbeldis og voru stofnuð 2007. Sex einstaklingar sem leitað höfðu aðstoðar hjá Sólstöfum tóku þátt í könnuninni sem gekk m.a. út á það hvort það skipti máli að hafa þessa þjónustu í héraði og hvernig þau hefðu upplifað það að leita til Sólstafa. En þar fram fer stuðningur og jafningjafræðsla af hendi þolenda. Almennt voru einstaklingarnir ánægðir með þjónustu Sólstafa og sögðu að aðstoð sérfræðinga væri dýr, en þessa aðstoð gæti hver sem er sótt sér. Einnig að ef þjónustan hefði ekki verið á svæðinu hefðu þau ekki sótt sér hana til Reykjavíkur vegna mikils ferðakostnaðar. Þjónustan hafi hjálpað þeim mikið og jafnvel bjargað lífi einhverra. Kristrún sagði okkur einnig að það væru velvildarfélög eins og kvenfélög, Zontur ofl. sem að styrktu starfsemina. Stúlkur væru þrisvar sinnum líklegri til að lenda í kynferðislegu ofbeldi en drengir og að 23% stúlkna og 8% drengja yrðu fyrir ofbeldinu fyrir átján ára aldur. Talverðar umræður voru í lokin. Henni þakkað vel flutt erindi.   

Kristrún Helga Ólafsdóttir 19.2.2013Kristrún Helga Ólafsdóttir 19.2.2013