Fréttir

24.2.2013

Háskólafélag Suðurlands

Sigurður Sigursveinsson fv. skólameistari FSU og forstöðumaður Háskólaseturs Suðurlands kynnir Háskólasetrið á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss 12.2.2013.    Sigurður Sigursveinsson 12.2.2013

Forseti setti fund kl. 19 og bauð alla velkomna, sérstaklega gest fundarins Sigurð Sigursveinsson Boðað hafði forföll Gunnar Guðmunds, Ástfríður, Þorvarður, Björn B og Magnús Hlynur. Forseti fór yfir dagskrá fundarins og bað ritara að lesa fundargerðir síðasta fundar. Lítilsháttar athugasemdir. Matarhlé þar sem boðið var uppá saltkjöt og baunir. Að matarhléi loknu var Agnar Pétursson með stutt erindi sem hann er búinn að bíða lengi með að flytja. Var með upplestur aftan af og innan úr bók sem að fjallaði um vín og áhrif þess á manninn. Drekktu vín lifðu lengi, lifðu betur. Bók eftir Dana sem að dásamar vín í hófi fyrir fólk á öllum aldri og hvetur menn til að neyta þess frá unga aldri og fram á grafarbakkann. Enda lifi menn lengur í þeim löndum þar sem að víns sé neytt og hjarta og æðasjúkdómar séu þar minni en ella. Agnari klappað lof í lófa og hann hvattur til að taka bókina með til Glasgow. Stefán Magnússon kynnti fyrirlesara kvöldsins Sigurð Sigursveinsson framkvæmdarstjóra Háskólafélags Suðurlands sem er ættaður úr Skaftafellssýslu. Hann hefur áður komið og verið með erindi hjá okkur síðast 2011. Stefán sagðist hafa unnið hjá Sigurði í Fsu. og hefði líkað það vel, hann væri eins og Njáll í Njálssögu, gott að leita til og var ráðagóður og traustur. Sigurður þakkaði boðið og sagði að Háskólafélagið hafi verið stofnað 2007. Væri einkahlutafélag í eigu sveitarfélagana frá Ölfusi í vestri til Skaftárhrepps í austri auk SASS. Í byrjun lagði nýkjörin stjórn fram markmið félagsins sem skildu vera; háskólamenntun, rannsóknir, nýsköpun og byggðaþróun. Komið hefur í ljós að aðgengi íbúa til skólastofnanna sé lykillin að aukinni menntun og þekkingu á því menntastigi sem í boði er á hverju svæði fyrir sig. Fór Sigurður yfir tölfræðilegar upplýsingar sem að gefa upp stöðu mála varðandi námið. Ekki veitir af að bæta úr þar sem að aðeins 59% hafa lokið framhaldsskólanámi. Aðeins 42% kvenna hafa lokið grunnskóla eða minna sem að er sláandi. Í upphafi Háskófélagsins var ákveðið að stofan ekki háskóla heldur háskólasamfélag þar sem að samstarf væri haft við þá háskóla sem fyrir eru í landinu. Stór hluti nemenda sitja á Selfossi og eru t.d. í námi við Háskólann á Akureyri. Háskólafélagið fær 14,5 milljónir á ári til að reka félagið sem dugar ekki fyrir rekstri á starfsfólki og húsnæði, og þurfa því að sækja fjármuni annað. Eru nýlega flutt í gamla Sandvíkurskóla ásamt fleiri stofnunum. Talverðar umræður í lokin sem að menn veltu fyrir sér menntunarstigi á svæðinu. Að lokum sagði Sigurður að þetta væri allt á leið í rétta átt. Honum þakkað erindið með lófaklappi.   

Sigurður Sigursveinsson 12.2.2013Sigurður Sigursveinsson 12.2.2013Agnar Pétursson 12.2.2013Agnar Pétursson 12.2.2013