Fréttir

11.2.2013

Klúbbfundur 5.2.2013

Starfsgreinaerindi Guðbjartur Ólason      Guðbjartur Ólason 5.2.2013

Forseti setti fund kl. 19 og bauð alla velkomna. Boðað hafði forföll Gunnar Guðmunds, Guðmundur Karl, Jón Rúnar, Ólafur Helgi og Magnús Hlynur. Forseti fór yfir dagskrá fundarins og bað ritara að lesa fundargerðir síðustu þriggja funda. Lítilsháttar athugasemdir. Síðan bauð forseti Birni B. að taka til máls. Björn var með kynningu í máli og myndum úr ferð þeirra hjóna á Rotaryþing í Kaliforníu sem að þau fóru á í janúar. Þingið var fyrir verðandi Umdæmisstjóra og maka þeirra, um 1500 manns voru á þinginu sem haldið var á hóteli og var fundað í 68 ráðstefnusölum. Mikil áhersla var lögð á mætingu og stundvísi á þinginu þar sem menn þurftu m.a. að halda framsögu sem og að taka þátt í vinnuhópum. Einnig sagði hann okkur frá að nú væri undirbúningur hans fyrir Umdæmisstjóra starið á fullu. Matarhlé þar sem boðið var uppá kjötbollur og kálböggla. Að matarhléi loknu var Guðbjartur Ólason með starfsgreinaerindi sem að hann flutti í máli og myndum. Hann er Selfyssingur fæddur 1969 sonur hjónanna Óla Þ. og Svövu Kjartansdóttur. Er yngstur þriggja systkina. Giftur, og á konan ættir að rekja í Tungurnar og á Vopnafjörð. Saman eiga þau tvö börn. Guðbjartur fór í Fsu að loknu grunnskólanámi og kláraði nám þar 1991. Meðan á skólagöngu stóð vann hann á sumrin í MBF og var kallaðir vorboðin ljúfi fyrstu árinn, en vorboðinn eftir það. Fór í Heimspeki við HÍ og lauk þar prófi 1995. Fór í kennslu hjá Óskari Þór einn vetur og sótti sér í framhaldinu kennsluréttindi og kenndi við Sólvallskóla. Síðan fóru þau hjónin á flakk um landið og voru við kennslu á Vopnafirði, var skólastjóri í tvö ár við Brúarásskóla. Fór í stjórnunarnám við Háskólann á Akureyri og fluttu því næst til Ísafjarðar þar sem þau voru í fjögur ár við kennslu og hann sem aðstoðarskólameistari. Fluttu því næst á Selfoss þar sem að hann er í dag skólastjóri í Vallaskóla. Sagði frá að til að ná árangri með nemendur þyrfti að virkja þau á sem bestan hátt. Gæði kennslunnar hefur náð að halda velli þrátt fyrir niðurskurð síðustu ára. Hátt í 90% nemenda komast í gegnum námið áfallalaust. Undir 10% komast í gegnum það með einhverri hjálp. Undir 5% þurfa mikla hjálp við að komast í gegnum námið. Gleði á að skína í gegnum skólastarfið. Töluverðar fyrirspurnir voru um áhrif hrunsins á nemendur og fjölskyldur þeirra. Forseti þakkaði Guðbjarti fyrir gott erindi. Því næst sagði Helgi Sig frá að talsverðar breytingar hafi orðið á hans högum, þau hjónin eru flutt í Reykjavík og því hefur hann ekki haft tíma til að mæta mikið á fundi, en hann mun áfram verða í klúbbnum fram yfir Umdæmiþing og er í fjáröflunarhóp. Þau hjónin eru á leið fljótlega til Suður Afríku ásamt hópi Íslendinga sem ætlar að hitta þann hóp Rótarýfólks sem kom hingað í vor. Miklir möguleikar opnast við að vera í Rótarý sagði Helgi að lokum. Garðar sagði frá að Lionsklúbburinn Emblur verði með fræðslufund klukkustund fyrir næsta fund hjá okkur hér í Hótelinu. Vigfús sagðist ekki hafa komist á þorrablótið og óskaði eftir myndum af því ef einhver ætti. Forseti sagði frá að stjórn legði til að frí verði gefin frá fundum 2. Apríl og 14. Maí vegna þorrablóts og Glasgow ferðar. Einnig að þau þrjú sem gengu síðast í klúbbinn hefðu verði sett í fastanefndi í klúbbnum, Örn í Klúbbþjónustunefnd, Olga Lísa í Starfsþjónustunefnd og Þórarinn í Gesta og nýliðanefnd / Félagavalsnefnd. Björn B. sagði frá að Rótarýklúbburinn í Rangárvallasýslu ætli að vera með Ráðstefnu í Gunnarsholti fljótlega.

Guðbjartur Ólason 5.2.2013Guðbjartur Ólason 5.2.2013Guðbjartur Ólason 5.2.2013Björn Bjarndal 5.2.2013Björn Bjarndal 5.2.2013