Fréttir

11.2.2013

Sterkasta kona Íslands

Bryndís Ólafsdóttir sterkasta kona Íslands og fimmta sterkasta kona heims gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss 29.1.2013    Bryndís Ólafsdóttir 29.1.2013

Forseti setti fund kl. 19 og bauð alla velkomna. Boðað hafði forföll Gunnar Guðmunds, Ástfríður Sigurðardóttir, Guðmundur Karl, Sigurður Þór og Olga Lísa. Gestir fundarins voru fyrirlesari kvöldsins Bryndís Ólafsdóttir, Þórunn Sveinbjörnsdóttir úr Rotarýkl. Miðborgir og eiginmaður hennar Þórhallur Runólfsson. Forseti fór yfir dagskrá fundarins og bauð Birni B. að taka til máls. Björn sagði að á næsta fundi muni hann fara yfir viðburðaríkar vikur í lífi sínu sem Rótarýfélaga. Sagði einnig frá að Þorvarður formaður undirbúningshóps fyrir Umdæmisþing hafið haldið fund með fulltrúum nefnda áðan og að gaman væri að sjá hve undirbúningur væri komin vel á veg í mörgum nefndum. Einnig væri búið að setja fimm nýjustu félagana í nefndir fyrir þingið. Örn er í makadagskrá, Olga Lísa er í dagskránefnd, Þórarinn er í ritnefnd, Sigurður Jóns í fjárhagsnefnd, Guðbjartur í hátíðarkvöldverðsnefnd, einnig verður Helgi Sig í tónlistanefnd v/janúartónleika í Salnum. Haldinn verður vinnufundur á laugardegi í febrúar, bað að lokum Ólaf Helga um að kynna þema Umdæmisþingsins. Ólafur sagði að Auður jarðar yrði þemað. Fór einnig í gegnum dagskrá febrúar, 12. Háskólasetrið á Suðurlandi, 19. Sólstafir, kynning á skýrslu um misnotkun á Vestfjörðum, 26. Einar Kárason rithöfundur. Forseti bauð Þórunni að ávarpa fundinn, sagði hún frá komu sinni á Selfoss 1959 og för að Miðfelli í Hrunamannahrepp þar sem hún var vinnukona í tvö sumur. Matarhlé þar sem boðið var uppá steiktan fisk. Magnús Hlynur kynnti sterkustu konu landsins sem jafnframt er fimmta sterkasta kona heims, hún á tvíbura, hund og kall. Skoraði Magnús á Ólaf Helga að fara í sjómann við hana og sagði; ef hann vinnur fær hann mynd af sér á forsíðu Dagskrárinnar, en ef hann tapar færi hann á forsíðu séð og heyrt. Bryndís þakkaði fyrir að fá að koma. Var með kynningu á tölvutæku formi. Undirbúninginn fyrir keppnina hóf hún tveimur og hálfu árif áður en hún hófst í Finnlandi, sem að er allt of stuttur tími fyrir svona sterkt mót. Undirbúningurinn hófst með stuttum æfingum þar sem áhersla var lögð á starfrænar æfingar. Síðar lengdust og fjölgaði æfingunum sem urðu mest níu sinnum í viku. Bætti hún á sig 15 kg fyrir mót þar sem borðað var á 2-3 tíma fresti m.a.fitumikill matur. Keppt var í sjö greinum þar sem að hún hafnaði í 5 sæti. Hún var elsti keppandinn og komst í gegnum keppnina án þess að hljóta meiðsli. Þjálfari hennar er jafnframt sambýlismaður hennar og saman reka þau Kraftbrennsluna þar sem 130 manns æfa. Forseti þakkaði Bryndísi fyrir erindið. Magnús sagði frá að Ólafur væri slasaður og gæti ekki farið í sjómann við hana.

Bryndís Ólafsdóttir 29.1.2013Bryndís Ólafsdóttir 29.1.2013Bryndís Ólafsdóttir 29.1.2013