Þorrablót Rótarýklúbbs Selfoss
Haldið í Tryggvaskála þann 25.1.2013
Mæting var boðuð kl 18:30 og voru félagar að heilsast og spjalla fram að borðhaldi. Forseti setti fund kl 19:50. Bauð alla viðstadda velkomna til fundarins, bæði Rótarýfélaga og gesti þeirra, eins Inner Wheel félaga sem eru með okkur í kvöld. Sagði frá að mikill þrýstingur væri á að þetta væri skemmtikvöld og taldi því rétt að slíta fundi með hraði, sem hún gerði. Ingimundur skemmtinefndarmaður tók við stjórnvölunum sem hann stýrði skemmtilega um kvöldið. Inner Wheel konur settu fund og slitu honum jafn harðan til að engan skugga bæri á skemmtunina. Matur var komin á borð sem Óli Olsen hafði útbúið fyrir okkur. Ingunn Guðmundsdóttir fv. Sveitarstjóri í Gnúpverjahrepp var ræðukona kvöldsins. Minni kvenna flutti Ásta Stefánsdóttir. Minni karla flutti Óli Þ. Oddur Hermannsson spratt á fætur í tíma og ótíma og stjórnaði fjöldasög af mikilli röksemi og hámarki náði skemmtunin þegar söngstjórinn stjórnaði leik- og söngleiknum Minni karla og kvenna sem allir veislugestir tóku þátt í. Þegar leið á kvöldið kom ungur sendi sveinn með byrgðar af konfekti í hús í boði Íslandsbanka. Mjög vel heppnað kvöld sem skemmtinefnd á hrós skilið fyrir.
Tæplega 40 manns mættu á þorrablótið.