Fréttir

3.2.2013

Menningar- og frístundarfulltrúi Árborgar

Bragi Bjarnason, menningar- og frístundarfulltrúi Árborgar gestur á fundi 22.1.2013    Bragi Bjarnason 22.1.2013

Forseti setti fund kl. 19 og bauð alla velkomna. Boðað hafði forföll Gunnar Guðmunds, Ásta Stefánsdóttir, Jón Rúnar og Olga Lísa. Gestir fundarins voru tveir, þeir Hjalti Pálsson úr Rotarýkl. Sauðárskróks og Bragi Bjarnason menningar- og frístundarfulltrúi Árborgar sem er jafnframt fyrirlesari kvöldsins. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt. Sigurður Þór skemmtinefndarmaður sagði að þorrablót verði 25. Janúar í Tryggvaskála, mæting kl 18:30 en eru lausir stólar en um fjörutíu eru skráðir. Sagði einnig frá að búið væri að setja á blað Drög að ferðinni til Glasgow sem látin yrðu ganga á fundinum, en þrjátíu eru skráðir í ferðina. Þorvarður Hjaltason boðaði undirbúningshóp og formenn nefnda fyrir undirbúning á Umdæmisþingi 2013 til fundar þriðjudaginn 29.1 kl 17:30 í Hótelinu. Mun senda tölupóst á hlutaðeigandi fljótlega. Matarhlé, boðið uppá rifjasteik. Magnús Hlynur kynnti erindi kvöldsins sem er á vegum ungmennanefndar, en ungmennanefnd leggur metnað sinn í að kynna fyrir eldri félögum í klúbbnum hvað ungafólkið væri að gera sér til skemmtunar, langt fram á kvöld. Bragi flutti vel undirbúna kynningu á starfi sínu með aðstoð tölvutækninnar. Starfsemi hans heyrir undir skrifstofu framkvæmdastjóra Árborgar. Fram kom í kynningu hans að um áramótin 2013 bjuggu 7831 manns í sveitarfélaginu. Útgjöld til íþrótta- og tómstundamála eru um 900 milljónir á ári eða 17% af rekstri sveitarfélagsins. Útgjöld til menningarmála var 127 milljónir. Fjölmörg málefni heyra undir hans svið. Það nýjasta er vinnuskólinn sem var fluttur undir hann á síðasta ári. Landsmót UMFÍ var stór viðburður á síðasta ári sem tókst í alla staði vel og framundan er annað Landsmót. Mikil íþróttapólitík er í sveitarfélaginu sem hefur orðið til þess að mikil uppbygging hefur átt sér stað á íþróttamannvirkjum. Afreksstefna er hátt sett í flestum íþróttum þó að útkoman í ýmsum flokkum sé ekki viðunandi. Fjöldi hátíða eru haldnar á hverju ári, safnamenning hefur ekki náð að festa sig í sessi en vonandi hefst það á næstu árum. Forvarnarmál í víðasta skilning eru alltaf stór hluti af starfinu, vímuefnavandi er þó viðvarandi á svæðinu. Reykingar virðast á undanhaldi, en notkun á munntóbaki er talsverð og þá mest áberandi hjá íþróttafólki. Tómstundarhús og Félagsmiðstöð eru rekin á sitthvorum staðnum í Pakkhúsinu, mikil samvinna er við skólana í sveitarfélaginu varðandi starfsemina.

Forseti þakkaði Braga fyrir gott erindi.