Fréttir

3.2.2013

Samtökin 78

   

Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri samtakana 78 með erindi á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss 15.1.2013.     Árni Grétar Jóhannsson 15.1.2013

  


Forseti setti fund kl. 19 og bauð alla velkomna. Boðað hafði forföll Björn B. Gestur fundarins er jafnframt fyrirlesari kvöldsins Árni Grétar. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt. Forseti sagði frá að hún hafi farið og hitt Róbert Darling skólastjóra Tónlistarskóla Árnesinga fyrr um daginn og afhent honum 50. þúsund krónur frá klúbbnum. Róbert þakkaði fyrir gjöfina og sagði að skólinn ætli að nota gjafaféð til kaupa á saxafón fyrir skólann. Jón Rúnar í skemmtinefnd sagði frá að framundan væri þorrablót 25. janúar. Einnig að nú styttist í Glasgow ferð og þeir sem vildu upplýsingar um ferðina ættu að setja sig í samband við nefndina. Félagar í Rkl. Rang. þökkuðu boðið á þorrablótið en ætla fá að koma síðar. Veltu reyndar upp hugmynd hvort að við vildum koma í haustferð í Þórsmörk. Málinu vísað til næstu stjórnar. Matarhlé, boðið uppá snitsel. Magnús Hlynur í ungmennanefnd kynnti fyrirlesara kvöldsins Árna Grétar Jóhansson frá Selfossi og framkvæmdastjóra Samtakana 78. Árni hélt blaðlausa framsögu þar sem hann fór yfir sögu og helstu störf samtakana. Hann hefur verið framkvæmdarstjóri samtakana í hlutastarfi í tvö ár. Aðal hvatamaður og stofnandi samtakana var Hörður Torfason tónlistamaður. Árið 1978 voru það mest karlmenn sem voru í samtökunum en síðar fór konum að fjölga og voru þær meira innstilltar á mannréttinda hugsun en karlarnir. Samtökin reka þjónustumiðstöð við Laugarvegi 3 í Reykjavík. Þar geta þeir sem eru að koma út úr skápnum leitað ráðgjafar varðandi sín mál, einnig geta aðstandendur og aðrir fengið ráðgjöf hjá samtökunum varðandi samkynhneigð. Þar er einnig að finna ýmsan fróðleik varðandi samkynhneigð og myndalegt bókasafn er þar. Samtökin eru einnig regnhlífarsamtök ýmissa minni hinsegin félaga, kór fótbolti ofl. Fræðslufulltrúi er í hlutastarfi sem fer í skóla, stofnanir og fyrirtæki. Reksturinn er að hluta ríkisstyrktur og einnig er fræðslusamningur við Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög. Frá 1996 þegar fyrstu lögin voru sett fyrir samkynhneigða, hefur vinna við lög og reglugerðir verið að aukast. Í seinni tíð hafa nýir hópar farið að verða áberandi í umræðunni eins og Trans fólk og einnig eldri borgarar. Gaypride er orðin viku menningarviðburður sem lýkur með skrúðgöngu. Samtökin eru í alþjóðlegu samstarfi og styðja ýmis lönd eins og Færeyinga í sinni réttindabaráttu. Eru að sækja um halda hinsegin Ólimpíuleika vorið 2017 hér á landi sem gæti orðið mjög umfangsmikil hátíð. Góðar umræður i lokinn.

Forseti þakkaði Árna Grétari fyrir gott og þarft erindi.     

Árni Grétar Jóhannsson 15.1.2013Árni Grétar Jóhannsson 15.1.2013