Fréttir
50.000 króna gjöf frá Rótarýklúbb Selfoss
Ragnheiður Hergeirsdóttir, forseti Rótarýklúbbs kom færandi hendi í Tónlistarskóla Árnesinga á Selfossi þriðjudaginn 15, janúar þegar hún afhenti Róberti Darling, skólastjóra 50.000 króna styrk frá klúbbnum. Peningurinn verður notaður til saxafónkaupa. Rótarýklúbburinn hefur alltaf haft tónlistarskólann að leiðarljósi í starfi sínu en skólinn var stofnaður árið 1955 að frumkvæði sr. Sigurðar Pálssonar, fyrrum vígslubiskups og Rótarýklúbbi Selfoss. Í dag eru 520 nemendur í skólanum og fer kennslan fram á 11 stöðum í Árnessýslu.