Fréttir

13.1.2013

Klúbbfundur 8.1.2013

Sigurður Jónsson með starfsgreinaerindi         Sigurður Jónsson 8.1.2013

Forseti setti fund kl. 19. Óskaði öllum gleðilegs og farsæls árs með von um að starfsárið og samskiptin okkar verði ánægjuleg á árinu. Á fundinum mun Sigurður Jónsson flytja starfsgreinaerindi. Einnig sagði forseti frá að nýr félagi muni nú ganga í klúbbinn, Olga Lísa Garðarsdóttir skólameistari Fsu. sem hefur verið félagi í Rótarýkl. Neskaupsstaðar. Var hún boðin velkominn með lófataki. Því næst voru lesnar upp þrjá fundargerðir, sem gerðar voru minniháttar athugasemdir við. Boðað hafa forföll, Björn Rúriksson og Oddur Hermannsson pestakrækir. Matarhlé, boðið uppá soðningu og þrumara. Forseti bar upp tillögu stjórnar um að styrkja Tónlistarskóla Árnesinga um fimmtíu þúsund krónur, sem var samþykkt. Jón Rúnar sagði frá að skemmtinefnd væri að undirbúa þorrablót sem verður í Tryggvaskála 25. janúar. Skráningarblað látið ganga og minnti menn á að tilkynna um forföll í tíma. Forseti bað Sigurð Jónsson að halda starfsgreinaerindi. Sigurður taldi rétt að standa móti sýslumanni þegar hann héldi erindið. Talaði blaðlaust og fumlaust. Þakkaði fyrir þær góðu móttökur sem að hann hafi fengið í klúbbnum. Sagði að hann vildi að klúbburinn kæmi í heimsókn til sín við tækifæri. Sigurður er fæddur og uppalinn í Hrepphólum í Hrunamannahrepp og býr í Ásgerði sem er á sama hlaðinu þannig að hann hefur aldrei flutt að heiman. Ólst upp á fimmtán manna heimilli og átti átta systkini. Átti að verða bóndi og fara í bændaskóla, en fór í heimavistaskóla að Skógum þar sem að hann lærði margt skemmtilegt. Fljótlega fór hann í rekstur á vörubíl og í verktakavinnu. Mest var hann í jarðvinna við virkjanir og hefur komið að vinnu við níu þeirra. Var inn á milli með fjölda manns í vinnu, bæði við veglagnir, hitaveitulagnir og línulagnir. Einnig kom hann og eiginkonan oft að rekstri mötuneyta fyrir vinnuflokkana. Missti eitt fyrirtæki í þrot og komst að því að stærsti fjarsjóðurinn liggur í fjölskyldunni. Fór í skógrækt en hafði engin laun út úr því þannig að konan vann á Sogni til að framfleyta honum. Hefur verið viðloðin loðdýrabúskap í 26 ár, búskap sem sonur hans rekur. Forseti þakkaði Sigurði og fyrir góða tímasetningu, einnig fyrir heimboðið sem að næsta stjórn mun vinna úr.


Sigurður Jónsson 8.1.2013Sigurður Jónsson 8.1.2013Klúbbfundur 8.1.2013Klúbbfundur 8.1.2013