Fréttir

21.12.2012

Olga Lísa Garðarsdóttir nýr skólameistari FSU gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss 18.12.2012

Olga Lísa Garðarsdóttirflutti erindi á fundi hjá klúbbnum og einnig var tillaga að viðtakandi stjórn næsta starfsárs samþykkt.                  Viðtakandi stjórn R.S. 2013 til 2014: Ásta,Ástfríður,Garðar,Björgvin og RagnheiðurOlga Lísa Garðarsdóttir 18.12.2012

Síðasti fundur Rótarýklúbbs Selfoss á árinu 2012 var haldinn á Hótel Selfoss 18. des. síðastliðinn. Kokkarnir á hótelinu höfðu útbúið stórglæsilegt jólahlaðborð fyrir klúbbinn og var tekið hraustlega til matar. Starfsfólk hótelsins á heiður skilið fyrir þann góða mat og þjónustu sem við klúbbfélagar og gestir okkar njótum í hverri viku.  Erindi kvöldsins flutti Olga Lísa Garðarsdóttir en hún er nýr skólameistari í Fjölbrautarskóla Suðurlands. Olga skýrði frá starfsemi skólans, rekstri hans, vinnuumhverfi og kennslu. Einnig fór hún yfir þær áherslur og breytingar sem hún hyggst beita sér fyrir í skólanum. Í lokin svaraði hún fyrirspurnum fundargesta. Fræðandi og gott erindi hjá Olgu og þess má einnig geta að hún hefur ákveðið að ganga til liðs við klúbbinn okkar í byrjun næsta árs. Við bjóðum hana hjartanlega velkommna.   Á fundinum bar stjórn klúbbsins upp tillögu að nýrri stjórn starfsárið 2013 til 2014. Það kom fram að annasamt ár er framundan og ber þar hæst umdæmisþingið næsta haust sem við munum halda á Hótel Selfossi en þá tekur félagi okkar  Björn Bjarndal Jónsson við sem umdæmisstjóri Róratý. Núverandi stjórn hefur á þessu starfsári hafið heilmikla undirbúningavinnu fyrir þingið.  Með hliðsjón að þessu gerði stjórnin þá tillögu að breyta ekki miklu í mannavali heldur hrókera frekar innan stjórnarinnar. Þó var gerð ein breyting, Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Árborgar kemur inn í staðinn fyrir Ingimar Pálsson. Þar með eru konur komnar í meirihluta í stjórn klúbbsins. Mun það vera í fyrsta skipti í sögu Rótarýklúbbs Selfoss sem það gerist.  Mæltist tillaga þessi vel fyrir hjá félögum og var samþykkt með dynjandi lófaklappi. Viðtakandi stjórn skipa: Ásta Stefánsdóttir, Björgvin Örn Eggertsson, Garðar Eiríksson, Ástfríður Sigurðardóttir og Ragnheiður Hergeirsdóttir.    "Flottur hópur"  eins og Björn Bjarndal komst að orði.                      

Olga Lísa Garðarsdóttir 18.12.2012Viðtakandi stjórn R.S. 2013 til 2014: Ásta,Ástfríður,Garðar,Björgvin og RagnheiðurJólahlaðborð 18.12.2012Jólahlaðborð 18.12.2012Jólahlaðborð 18.12.2012Jólahlaðborð 18.12.2012Olga Lísa Garðarsdóttir 18.12.2012Olga Lísa Garðarsdóttir 18.12.2012