Aðventukvöld Rótarýklúbbs Selfoss.
Haldið í Tryggvaskála 11.12.2012
Forseti setti fund kl 19. Bauð alla viðstadda velkomna til fundarins, bæði Rótarýfélaga og gesti þeirra. Sagði frá að framundan væri dagskrá skemmtinefndar, en að aðeins væru tvö mál á dagskrá fundarins að þessu sinni, setning og slit á fundinum, að þessum orðum sögðum sleit forseti fundi og setti kvöldið í hendur Ingimundar fulltrúa skemmtinefndar. Ingimundur sagði frá að með honum í skemmtinefndinni væru Sigurður Þór og Jón Rúnar. Sagði svo stuttlega frá dagskrá kvöldsins og bauð gestum að fá sér hangikjöt sem Óli Olsen hafði útbúið fyrir okkur. Að lokinni máltíð var tónlistar atriði frá Tónlistarskóla Árborga undir stjórn Guðmundar sem á ættir að rekja til Litlu Sandvíkur. Um var að ræða hóp af ungum fiðluleikurum sem stundað hafa svo kallað Suzuki nám á fiðlu. Fluttu þau nokkur jólalög fyrir okkur okkur við góða undirtektir félagsmanna. Ingimundur veislustjóri flutti ljóð eftir Hallgrím Pétursson. Síðan flutti Sr. Anna Sigríður Páldóttir sóknarprestur á Eyrabakka jólahugvekju. Að hugvekjunni lokinni sagði veislustjóri að formlegri dagskrá lokið en benti á að kaffi og konfekt væri komið á borð og að Siggi Þór myndi spila á Ipodinn sinn fljótlega. Jóhanna Róbertsdóttir hvað sér hljóðs og sagði stutta sögu af innkaupa ferð Magnúsar Hlyns í RL búðina þar sem að hann hafi í óðagoti gripið skokka búnt til að verða fyrstur á innkaupakassann, sokkarnir pössuðu óvart á húsfreyjuna í Bakkatjörn 9. Þegar Magnús komst að þessu sá hann fram á að lenda í jólakettinum. Þess vegna ákvað Jóhanna að færa Magnúsi sokkapar nr. 42-44 við þetta tækifæri þannig að hann færi ekki í jólaköttinn. Þannig að segja má að jólaandinn hafi verið búinn að ná tökum á sumum af veislugestum.