Fréttir

19.12.2012

Veðrátta og samgöngur á Suðurlandi og vígsla nýs félaga inn í Rótarýklúbb Selfoss

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og félagi í Rótarýklúbbnum Görðum fræðir okkur um veðráttu og samgöngur á Suðurlandi og Örn Einarsson gengur í Rótarýklúbb Selfoss.    Örn Einarsson 4.12.2012    
Einar Sveinbjörnsson 4.12.2012

Varaforseti setti fund kl 19 í forföllum Forseta. Bauð alla viðstadda velkomna til fundarins. Þó sérstaklega gesti sem voru, Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, Rkl. Görðum sem er fyrirlesari kvöldsins, Kjartan Jóhannsson Rkl. Hafnarfjarðar, Olga Lísa Garðarsdóttir skólastjóri Fsu Rkl. Neskaupsstaðar og Örn Einarsson sem gengur í klúbbinn á fundinum. Boðað hafa forföll, Gunnar Guðmundsson, Stefán Magnússon, Ingimundur Sigurmundsson og Ragnheiður Hergeirsdóttir. Ritari langa fundagerð, engar athugasemdir. Ásta Stefánsdóttir kynnti dagskrá desember mánaðar, mikil ásókn í þriðjudagana þannig að klúbbþjónustunefnd fékk bara 18. Desember og mun þá Olga Lísa í Fsu verða með erindi. Formaður ungmennanefndar braust fram eins og sannur anarkisti og sagði að í þessari nefnd væri ekkert lýðræði, hann væri búin að ákveða þetta allt sjálfur hverjir ættu að koma á fundi í janúar, 15. Bragi Bjarnason, menningar- og frístundarfulltrúi. Hann mun kynna allt það helsta sem er að gerst fyrir ungt fólk í Svf. Árborg. 22. Janúar Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri Samtakanna ´78. Hann mun kynna starfsemi samtakanna og fjalla um ungt fólk og samkynhneigð. Árni Grétar er sonur Kristínar á Menam og Jóhanns Þórissonar (Jói töff). 29. Janúar Bryndís Ólafsdóttir, sterkasta kona Íslands og fimmta sterkasta kona heims kemur ásamt eiginmanni sínum, Benedikt Magnússyni, sem er þjálfari hennar. Formaður skemmtinefndar Jón Rúnar sagði frá að örfá sæti væru laus á aðventufundin 11.desember n.k í Tryggvaskála. Mæting kl 18:30 og hefst borðhald kl 19. Ólafur Helgi sagði að hann hafi mætt á fundi annarsstaðar í tvö skipti sem að báðir féllu niður. Mætti á erotarý fund á netinu sem að hann sagði að hefði verið fróðlegt. Varaforseti bað Kristján Má um að kynna nýja félaga sem á að taka inn Örn Einarsson er sonur eins af félögum í klúbbnum og starfar í Set og mun kynna sig betur í starfsgreinaerindi sínu síðar. Því næst setti varaforseti Örn inn í klúbbinn. Matarhlé. Kalkúnabringa. Ásta Stefánsdóttir kynnti Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing, taldi öruggt að hann myndi fjalla um veðrið. Einar sagði að hann væri óþreytandi á að tala um veðrið. Í fyrirlestrinum Veðrátta og samgöngur á Suðurlandi, fór hann yfir í máli og myndum áhrif veðurs á færð á vegum á Suðurlandi. Hefur verið í samvinnu við vegagerðina að skoða ýmis mál varðandi hálkuviðvaranir. Sérstaklega hvernig hálka getur verið varasöm á vissum svæðum út frá landfræðilegum aðstæðum og eins út frá veðurfarslegum aðstæðum. Einnig kom hann inn á að allgengt væri að fólk varaði sig ekki á að lofthiti og veghiti væri ekki alltaf sá sami og þyrfti að vara sig á því sérstaklega á veturna þegar hálka myndaðist þó að lofthiti væri +4 en vegur væri -2. Góðar umræður og fyrirspurnir.                    
Örn Einarsson 4.12.2012
Örn Einarsson 4.12.2012Örn Einarsson 4.12.2012
Einar Sveinbjörnsson 4.12.2012Einar Sveinbjörnsson 4.12.2012Einar Sveinbjörnsson 4.12.2012Einar Sveinbjörnsson 4.12.2012Einar Sveinbjörnsson 4.12.2012Einar Sveinbjörnsson 4.12.2012