Fréttir

9.12.2012

Hjúkrunarheimilið Mörk

Gísli Páll Pálsson hjá Mörk kynnir fyrir okkur nýja nálgun í þjónustu við aldraða.

Forseti setti fund kl 19. Bauð alla viðstadda velkomna til fundarins og sagði frá að gestur fundarins væri rétt ókominn. Þeir sem hafa boðað forföll eru Ólafur Helgi og Vigfús. Ritari las fundargerð síðasta fundar. Engar ath. og ekki átt von á neinni á starsárinu. Fyrirlesari kvöldsins Gísli Páll Pálsson boðinn velkominn á viðeiðeigandi hátt. Forseti sagði frá að klúbbnum hefði borist bréf frá valnefnd fyrir Umdæmisstjóraefni og klúbbnum boðið að gera tillögu að Umdæmisstjóra ´15-´16. Þar sem að við eigum næsta Umdæmisstjóra ætlum við ekki að gera tillögu í þetta sinn. Matarhlé, boðið uppá Bixímat eða pit i panna. Forset sagði frá að á nk. föstudag kl 11opni jólamarkaður VISS á Selfossi, hvatti félagsmenn til að heimsækja markaðinn, sagði jafnframt frá að klúbburinn muni gefa vinnustofunni jólatré eins og undanfarinn ár. Ekki verður höfð skata á fundinum 18. des. En þeim sem eru æstir í skötu bent á að hægt sé að styðja Kiwanisklúbbinn m.a. með hamslausu skötuáti 22. des. Forseti bað Bryndísi formann starfsþjónustunefndar að kynnar fyrirlesara kvöldsins. Bryndís sagði að Gísli Páll ætlaði að ræða öldrunarmál við okkur. Hún sagðist vera hugsi um málaflokkinn og sagði einnig að í Danmörk hafi það komið upp í umræðunni að setja aldraða í fangelsi. Einnig benti hún á að á Selfossi væru engin dvalarheimil, en þau væri að finna í sveitarfélögunum allt í kringum Selfoss. Gísli Páll er fjórði ættliðurinn sem reka hjúkrunarheimili. Gísli Páll þakkaði fyrir boðið. Sagðist vera fæddur 1966, vera viðskiptafræðingur með framhaldsnám í heilsuhagfræði. Flutti erindi sem hann kallaði Mörk hjúkrunarheimili - Jákvæðni í öldrunarþjónustu, varpaði hann erindinu á sýningartjald til að styðja mál sitt. Miklar framfarir hafa átt sér stað síðustu árinn. Fjölgun einbíla hafa átt sér stað síðustu árinn. Einbílinn standast samkeppni við einbýli á Litla Hrauni því kostnaður á dvalarheimili er 22. þús. á dag, meðan á Hrauninu kostar dagurinn 25. Þús. Í seinni tíð hafa menn verið að minka áherslu á sjúkdómavæðingu heimilanna. Verið að auka sjálfræði íbúanna þannig að þjónustan sé betur aðlöguð einstaklingunum í stað fyrir endalausum ákvörðunum eftir klukkunni, eins og að menn geta ráðið hvenær þeir fara á fætur á morgnana. Í dag dvelja fleiri einstaklingar lengur heima en áður. Heilsufar batnar og menn verða eldri. Oft er talað um fjölgun aldraðra sem vandamál, en gleymist að taka fram að aðeins brot af þeim þarf aðstoð. Efnahagsleg staða þeirra er betri í dag en hún var fyrir nokkrum árum, þar skipta lífeyrissjóðir og séreignasparnaður miklu máli. Evrópuþjóðir hafa haft eftirlaunaaldur lægri en við í talsvert langan tíma en eru nú síðustu árinn að reyna hækka eftirlaunaaldur, eitthvað sem að við þurrfum sennilega að gera í náinni framtíð. Hjúkrunarheimilið Mörk er í námunda bæði við leikskóla og framhaldsskóla. Nokkuð sem allir aðilar nýta sér að einhverju leiti. Leikskólabörn koma einu sinni í viku og eru í sínum leik og starfi í samneyti við gamla fólkið. Eins hafa 18 ára gamlir nemendur Menntaskólans við Sund unnið verkefni í Íslensku í samvinnu við heimilisfólkið. Samstarf þessara þriggja aðila hefur gengið framar vonum. Hjúkrunarheimilið Mörk hóf rekstur 2010 og er með 110 einstaklingsherbergi. Fyrir þann sem fær 80fm íbúð greiðir hann 30% af verði hennar (8,5 millj.) þegar hann flytur í hana og 140. þús. í leigu á mánuði. Talsverðar fyrirspurnir urðu í kjölfar fyrirlestrarins, en ekki tók ritari eftir hvort menn voru að fylla í umsóknareiðublöð eftir erindið. Forseti þakkaði Gísla Páli fyrir gott erindi. Á næsta þriðjudag kemur Einar Sveinbjörnsson úr Rótarýklúbbnum Görðum og verður með erindi.