Fréttir

9.12.2012

Fræðslunet Suðurlands

Ásmundur Sverrir Pálsson forstöðumaður Fræðslunets Suðurlands segir frá starfsemi Fræðslunetsins.             Ásmundur Sverrir Pálsson 20.11.2012

Forseti setti fund kl 19. Bauð alla viðstadda velkomna til fundarins og sérstaklega Ásmundur Sverrir Pálsson fyrirlesara kvöldsins. Þeir sem hafa boðað forföll eru Magnús Hlynur og Stefán Magnússon. Ritari las tvær fundargerði, fyrir 16. og 17. fund. Reynt var að gera ath. við fundargerð 17. fundar. Öll stjórnin gerði ath. við framkomna ath. Endaði með því að viðkomandi dró sína ath. til baka. Var viðkomandi beðinn um að vera síðastur í matarröðinni á eftir. Ritari dreifði og kynnti nýja skrá sem var að koma úr prentun Félagatal og starfsskrá 2012 – 2013. Skráin inniheldur uppl. Um félagana og segir frá hvenær fundir eru á starfsárinu og einnig tilgreinir hún hverjir eru í hvaða nefnd. Matarhlé. Boðið uppá Mexikanska súpu þar sem hægt var að setja ost, snakk og annað sem til féll út í. Stjórnin fór í fyrsta skiptið strax á eftir gestir í matarröðina. Svo heppilega vildi til að diskarnir kláruðust þegar kom að þeim sem gerði athugasemd við fundagerð. Tilviljun ?? Að matarhléi loknu bað Forseti Bryndísi formann starfsþjónustunefndar að kynnar fyrirlesara kvöldsins. Bryndís sagði að Ásmundur væri framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands, hann bæri ábyrgð á þeim spennandi bæklingum sem sendir væru út tvisvar á ári með fullt af námskeiðum sem að hana langaði að fara á, en tíminn lið og ekki fór hún á neitt af þessum námskeiðum. Ásmundur er fyrrverandi kennari við Fsu og fv, bæjarfulltrúi í Árborg. Ásmundur þakkaði fyrir boðið að fá að koma og kynna sína starfssemi sem hann gerði með tölvu...það er að segja þegar hún komst í gang. Fræðslunetið er sjálfseignastofnun sem var stofnuð árið 1999 og er með fimm manna stjórn. Það voru samtals 33. Aðilar sem stóðu að stofnun þess, sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir ofl. Starfssvæðið nær frá Hellisheiði og að Lómagnúp. Markið Fræðslunetsins er að bjóða uppá fjölbreytta fræðslu og námskeið fyrir atvinnulífið og einstaklinga. Ýmis verkefni falla undir starfssvið þeirra m.a. Vísindasjóðurinn sem var stofnaður 2002 sem styður við rannsóknarverkefni sem tengjast Suðurlandi, samtals hafa 16 einstaklingar fengið úthlutað úr sjóðnum. Raunfærnimat, þar sem einstaklingar sem starfað hafa í iðngreinum í fjölda ára án þess að hafa lært greinina í skóla geta látið meta getu og þekkingu sína til eininga. Mest hafa verið metnar inn 55 einingar hjá einstakling sem eru um þrjár annir. Sjö starfsmenn eru hjá Fræðslunetinu sem hefur lögheimili í Iðu. Um 80 kennarar koma að kennslunni sem fer fram að mestuleiti á fjórum stöðum, þremur á Selfossi og á Hellu. Fjöldi nemenda er kominn í 13.309 frá upphafi og fram til vorsins 2012, haldin hafa verið 770 námskeið á þessum árum. Talsverðar fyrirspurnir komu í kjölfar erindisins. Forseti þakkaði Ásmundi gott erindi. Einnig þakkaði Forseti ritara fyrir það frumkvæði að gefa út félaga og starfskrá sem væri ótrúlega rétt. Á næst fund kemur Gísli Páll Pálsson í Mörk og 4.des verður Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur með erindi.       

Ásmundur Sverrir Pálsson 20.11.2012Ásmundur Sverrir Pálsson 20.11.2012Ásmundur Sverrir Pálsson 20.11.2012