Fréttir
Fangelsið að Sogni í Ölfusi
Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður fangelsins að Litla Hrauni segir frá starfseminni að Sogni í Ölfusi.
Margrét Frímannsdóttir var gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss 13.11.2012. Margrét hélt erindi sem fjallaði um flutning fangelsins frá Bitru í Flóa að Sogni í Ölfusi. Hún fór yfir og útskýrði þær breytingar sem flutningurinn hafði í för með sér og væru þær breytingar til góðs. Einnig fór Margrét aðeins yfir stöðu fangelsismála allmennt og nefndi helstu kennitölur þar að lútandi. Í lokin svaraði hún fjölda fyrirspurna fundargesta. Margrét er hress og skemmtileg og var gerður góður rómur að erindi hennar. Við þökkum Margréti fyrir komuna.