Fréttir

29.10.2012

Betri almannarými í London

Magnea Guðmundsdóttir arkitekt með erindi um skipulag í borgum og bæjum.  Magnea Guðmundsdóttir 23.10.2012

Fyrirlesari á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 23.10.2012, var Magnea Guðmundsdóttir arkitekt. Erindi Magneu fjallaði um verkefni í London sem hún var þátttakandi í, og gekk út á að bæta aðgengi og umhverfi fyrir almenning í London. Magnea vann hjá fyrirtækinu Publica og þau komu að skipulagi og þarfagreiningu á svæðum í Dolston, svæði það sem fram fóru m.a. dramatískar breytingar. Magnea sýndi teikningar og myndir af svæðunum og breytingum sem gerðar voru. Fróðlegt og skemmtilegt erindi hjá Magneu og svaraði hún fyrirspurnum í lokin. Við þökkum Magneu kærlega fyrir komuna.                                         


Magnea Guðmundsdóttir 23.10.2012Magnea Guðmundsdóttir 23.10.2012Magnea Guðmundsdóttir 23.10.2012