Fréttir
Íslenskur þúfugangur
Oddur Hermannsson kennir klúbbfélögum fjórar gangtegundir
Á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 16.10.2012 tók félagi okkar Oddur, að sér að kenna klúbbfélögum íslenskan þúfugang. Þar er um að ræða fjórar gangtegundir, fullgildur þúfugangur, jafn kjagandaháttur, ójafn kjagandaháttur og skrikkurháttur. Tókst kennslan hjá Oddi eins og best verður á kosið en myndirnar segja meira en mörg orð.