Heimsókn umdæmisstjóra Rótarý 2012-2013 og inntaka nýrra félaga.
Umdæmisstjóri Rótarý 2012-2013 og frú voru gestir á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss 2.10.2012, einnig voru tveir nýir félagar teknir inn í klúbbinn.
Á fund hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 2.10.2012 mættu góðir gestir. Fyrst ber að nefna umdæmisstjóra Rótarý 2012-2013, Kristján Haraldsson og konu hans Halldóru S Magnúsdóttur. Einnig Þórdís Jónsdóttir eiginkona Ólafs Helga félaga okkar. Sigurður Þór Ástráðsson kom til að kynna sér klúbbinn með inngöngu í huga. Síðast en ekki síst, nýir félagar, þeir Sigurður Jónsson og Guðbjartur Ólason. Forseti Rótarýklúbbs Selfoss, Ragnheiður Hergeirsdóttir innvígði þá Sigurð og Guðbjart í klúbbinn og nældi í þá barmmerki klúbbsins og bauð þá velkomna. Umdæmisstjóri Rótarý 2012-2013 Kristján Haraldsson hélt því næst erindi. Hann kynnti sig og sína, sagði frá Rótarý, fyrir hvað það stendur og hvað sé framundan. Velti m.a. upp spurningunni af hverju erum við í Rótarý, og svaraði henni: "til að bæta lifsskilyrði sín-fyrir sjálfan sig". Góð einkunarorð væru - gaman saman -. Kristján færði forseta klúbbsins fána starfsársins 2012-2013. Einnig kallaði Kristján upp til sín verðandi umdæmisstjóra 2013-2014, Björn B Jónsson og fyrrverandi umdæmisstjóra Ólaf Helga Kjartansson og nældi í þá barmmerki. Góður rómur var gerður að erindi Kristjáns. Ragnheiður forseti þakkaði Kristjáni og frú kærlega fyrir komuna og færði honum borðfána klúbbsins. Klúbbfélagar þakka góðum gestum fyrir komuna og skemmtilegan fund.