Fréttir

24.9.2012

Haustferð Rótarýklúbbs Selfoss

Haustferð á SnæfoksstaðiHaustferð Rótarýklúbbs Selfoss 22.9.2012.

Laugardaginn 22.9.2012 fór Rótarýklúbbur Selfoss í sína árlegu haustferð. Farið var frá Selfossi með rútu og ekið til Snæfoksstaða í Grímsnesi. Gengið var um skóginn þar undir leiðsögn Björgvins ritara klúbbsins. Þátttakendum var kennd einföld aðferð við hæðarmælinu á trjám og talningu trjáa per hektara. Komið var við í skemmu frá Skógræktarfélagi Árnesinga þar sem fram fór námskeið í húsgagnagerð. Komið við hjá sumarhúsi í eigu Skógræktarfélagsins og skoðað minnismerki þar um stjórnir og aðildarfélög Skógræktarfélagsins. Félagi okkar, Sigurður Þór bauð síðan ásamt Kristínu konu sinni, öllum hópnum í sumarbústað þeirra hjóna í landi Snæfoksstaða. Kristín hafði bakað hjónabandssælu og hellt á könnuna. Stallari bauð upp á léttar veitingar. Þarna átti hópurinn frábæra stund í einstaklega flottu húsi í mögnuðu umhverfi og eins í kyngimögnuðu indjánatjaldi sem Sigurður Þór hefur reist í hraungjótu. Þegar klukkan fór að halla í sjö eftir hádegi var haldið heim og það var kátur og sáttur hópur sem söng í rútunni alla leiðina heim, hópur sem var ánægður með vel heppnaðan dag. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni og það eru fleiri myndir inn á myndasafninu. 


Haustferð Rótarýklúbbs Selfoss 22.9.2012.Haustferð Rótarýklúbbs Selfoss 22.9.2012.Haustferð Rótarýklúbbs Selfoss 22.9.2012.Haustferð Rótarýklúbbs Selfoss 22.9.2012.Haustferð Rótarýklúbbs Selfoss 22.9.2012.Haustferð Rótarýklúbbs Selfoss 22.9.2012.Haustferð Rótarýklúbbs Selfoss 22.9.2012.Haustferð Rótarýklúbbs Selfoss 22.9.2012.Haustferð Rótarýklúbbs Selfoss 22.9.2012.Haustferð Rótarýklúbbs Selfoss 22.9.2012.Haustferð Rótarýklúbbs Selfoss 22.9.2012.Haustferð Rótarýklúbbs Selfoss 22.9.2012.