Hryðjuverkaárásirnar í Osló og Útey 2011. Sveinn Magnússon læknir og skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu.
Fyrirlesari og gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 18.9.2012 var Sveinn Magnússon læknir og skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu. Með honum kom annar góður gestur, Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi á Selfossi, pólfari og margt fleira. Erindi Sveins fjallaði um viðbrögð norska heilbrigðiskerfisins við hryðjuverkunum og velti því upp hvort við gætum eitthvað lært af reynslu Norðmanna. Sveinn var meðal fulltrúa í ráðgjafanefnd sem norsk stjórnvöld skipuðu í tengslum við mat á viðbrögðum heilbrigðiskerfisins í kjölfar hryðjuverkaárásanna. Þetta var alveg magnað og mjög áhrifaríkt erindi hjá Sveini og ótrúlegar lýsingar á atburðum og viðbrögðum. Sveinn hélt athygli allra fundarmanna óskertri allan tímann. Það heyrðist ekki einn hósti. Sveinn svaraði fyrirspurnum í lokin og var greinilegt að mál hans hafði mikil áhrif á alla viðstadda. Við þökkum Sveini kærlega fyrir komuna og fróðlegt erindi.