Fréttir

9.9.2012

Klúbbfundur 4.9.2012

Fyrsti klúbbfundur Rótarýklúbbs Selfoss eftir sumarleyfi var haldinn þriðjudagskvöldið 4.9.12. Góðir gestir mættu á fundinn, þeir Sigurður Jónsson og Guðbjartur Ólason eru að kynna sér klúbbinn fyrir væntallega inngöngu í hann. Einnig var mættur Guðmundur Eíríksson frá Rótarýklúbb Rvík-Breiðholt. Meginhluti fundarins fór í umræður um komandi starfsár en þar ber hæst undirbúningur fyrir umdæmisstjóraárið 2013-2014, en félagi okkar Björn Bjarndal tekur við sem umdæmisstjóri Rótarý næsta sumar. Búið er að skipa í nefndir fyrir hin ýmsu svið verkefnisins og er vinna þeirra að fara í gang. Í fundarlok var Oddur Hermannsson með upplestur. Tók hann fyrir hið sér íslenska göngulag, "þúfugangur" og hin ýmsu afbrigði hans.  Þau eru,  ´ fullgildur þúfugangur ´,  ´ ójafn kjagandaháttur ´,  ´ jafn kjagandaháttur ´  og ´ skrikkurháttur ´. Og til fullkomnunar á upplestrinum þá lék Oddur sérhvert göngulag fyrir fundargesti.  Uppskar hann mikil hlátrasköll og dynjandi lófaklapp í lokin. Virkilega flott atriði.                                  

Klúbbfundur 4.9.2012Klúbbfundur 4.9.2012Klúbbfundur 4.9.2012Klúbbfundur 4.9.2012Klúbbfundur 4.9.2012Klúbbfundur 4.9.2012Klúbbfundur 4.9.2012Klúbbfundur 4.9.2012Klúbbfundur 4.9.2012Klúbbfundur 4.9.2012Klúbbfundur 4.9.2012