Fréttir
Gróðursetning Rótarýklúbbs Selfoss í bæjargarðinum.
Gróðursetningarferð Rótarýklúbbs Selfoss þetta árið var í bæjargarðinn á Selfossi. Þangað var haldið þriðjudagskvöldið 28.8.12. Gróðursett voru ellefu tré af tegundinni ilmreynir og kvæmið er " Beinteinn". Allt var þetta gert af mikilli fagmennsku eins og myndirnar sýna. Verður gaman að fylgjast með vexti þessara trjáa í framtíðinni. Göngustígurinn sem trén standa við var snarlega skýrður upp af félagsmönnum og nefndur " ROTARY ROAD "