Fréttir

3.9.2012

Gengið frá flugvelli niður með Ölfusá undir leiðsögn Lýðs Pálssonar forstöðumanns Byggðasafns Árnesinga.

Þriðjudagskvöldið  22.8.2012 fóru félagar í Rótarýklúbb Selfoss í göngu niður með Ölfusárbökkum undir leiðsögn Lýðs Pálssonar frá Stóru Sandvík. Lagt var af stað frá flugvellinum á Selfossi og gengið í átt að Ölfusá. Lýður sagði frá forsögu flugvallarins, hann sagði frá helstu örnefnum á leiðinni og sýndi okkur gömlu þjóðleiðina milli Eyrarbakka og Selfoss svo eitthvað sé nefnt. Lýður dró upp allskonar skruddur til að lesa upp úr í stoppunum og þar á meðal mjög merkilega bók sem faðir hans, Páll Lýðsson handskrifaði en þar segir meðal annars frá Naddabryggju slysinu og nykrinum í Ölfusá. Hressandi og skemmtileg ganga og í lokin var boðið upp á samlokur og gos.
Gengið niður með Ölfusá 21.8.12Gengið niður með Ölfusá 21.8.12
Gengið niður með Ölfusá 21.8.12Gengið niður með Ölfusá 21.8.12Gengið niður með Ölfusá 21.8.12Gengið niður með Ölfusá 21.8.12Gengið niður með Ölfusá 21.8.12Gengið niður með Ölfusá 21.8.12Gengið niður með Ölfusá 21.8.12