Fréttir
Gengið frá flugvelli niður með Ölfusá undir leiðsögn Lýðs Pálssonar forstöðumanns Byggðasafns Árnesinga.
Þriðjudagskvöldið 22.8.2012 fóru félagar í Rótarýklúbb Selfoss í göngu niður með Ölfusárbökkum undir leiðsögn Lýðs Pálssonar frá Stóru Sandvík. Lagt var af stað frá flugvellinum á Selfossi og gengið í átt að Ölfusá. Lýður sagði frá forsögu flugvallarins, hann sagði frá helstu örnefnum á leiðinni og sýndi okkur gömlu þjóðleiðina milli Eyrarbakka og Selfoss svo eitthvað sé nefnt. Lýður dró upp allskonar skruddur til að lesa upp úr í stoppunum og þar á meðal mjög merkilega bók sem faðir hans, Páll Lýðsson handskrifaði en þar segir meðal annars frá Naddabryggju slysinu og nykrinum í Ölfusá. Hressandi og skemmtileg ganga og í lokin var boðið upp á samlokur og gos.