Fréttir

27.6.2012

Stjórnarskiptafundur hjá Rótarýklúbb Selfoss 26.6.2012

Ný stjórn tekur við

Þriðjudaginn 26.6.2012 var stjórnarskiptafundur hjá Rótarýklúbb Selfoss. Einnig voru mættir á fundinn góðir gestir, fern hjón úr Rotary Club of Paarl í Suður Afríku en þau heimsækja þessa dagana íslenska Rótarýfélaga. Með þeim voru Róbert Melax og Áslaug kona hans og Sveinn H Skúlason og Sólveig kona hans. Gestirnir frá S-Afríku héldu erindi, kynntu sig og sína og sýndu myndir frá heimaslóðum. Skemmtilega flutt hjá þeim og flottar myndir. Við þökkum öllum þessum góðu gestum kærlega fyrir komuna.  Í hefðbundnum fundarstörfum var það ritari sem las fundargerð síðasta fundar, gjaldkeri fór yfir reikninga og voru þeir samþykktir. Stallari gerði grein fyrir stöðu stallarasjóðs. Ástfríður fráfarandi forseti flutti skýrslu stjórnar. Allt gekk þetta vel og vandræðalaust fyrir sig með skemmtilegum athugasemdum og innskotum. Fráfarandi stjórn voru þökkuð frábær störf á starfsárinu með dynjandi lófaklappi. Ástfríður krýndi síðan nýjan forseta, Ragnheiði Hergeirsdóttur. Ný stjórn tók nú við.  Í henni eru: Ragnheiður Hergeirsdóttir forseti, Garðar Eiríksson varaforseti, Ingimar Pálsson gjaldkeri, Björgvin Örn Eggertsson ritari og Ástfríður Sigurðardóttir stallari. Ragnheiður forseti tók við, þakkaði það traust sem félagar sýndu henni í forsetakjöri, hún fór yfir dagskrá komandi funda, en þeir byrja aftur í ágúst eftir sumarfrí. Forseti óskaði öllum gleðilegs sumars og sleit fundi.        Ný stjórn á mynd talið frá vinstri: Björgvin, Garðar, Ragnheiður, Ingimar og Ástfríður.     Fleiri myndir af fundinum eru í myndasafni.                                                                                                                      

Stjórn 2012-2013 Björgvin,Garðar,Ragnheiður,Ingimar og ÁstfríðurStjórnarskiptafundur 26.6.2012Stjórnarskiptafundur 26.6.2012Stjórnarskiptafundur 26.6.2012Stjórnarskiptafundur 26.6.2012Stjórnarskiptafundur 26.6.2012Stjórnarskiptafundur 26.6.2012Stjórnarskiptafundur 26.6.2012Stjórnarskiptafundur 26.6.2012Stjórnarskiptafundur 26.6.2012Stjórnarskiptafundur 26.6.2012Stjórnarskiptafundur 26.6.2012