Starfsemi embættis ríkissáttasemjara
Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari
Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og félagi í Rótarýklúbb Reykjavík-Árbær, var fyrirlesari á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 19.6.2012. Fleiri góðir gestir komu á fundinn, Magnús Jónsson félagi í Rótarýklúbb Reykjavíkur, Arna Ýr Gunnarsdóttir og Örn Einarsson. Magnús Pétursson hélt skemmtilegt erindi um starfsemi ríkissáttasemjara, hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í samningaviðræðum og hvernig þarf að undirbúa þær viðræður. Það kom fram hjá Magnúsi að viðræður standa yfir meira og minna allt árið við hin ýmsu félög, stundum næst ekki að loka hringnum áður en næsta lota byrjar. Þetta var létt og skemmtilegt erindi hjá Magnúsi og svaraði hann fjölda fyrirspurna fundargesta. Við þökkum góðum gestum fyrir komuna.