Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina.
Bragi Bjarnason menningar- og frístundafulltrúi Árborgar
Bragi Bjarnason menningar og frístundafulltrúi Árborgar var gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 12.6.2012. Bragi var með erindi þar sem hann kynnti unglingalandsmót UMFí sen haldið verður á Selfossi um næstkomandi verslunarmannahelgi. Þetta er gríðalega mikið verkefni og mikil mundirbúningsvinna hefur átt sér stað. Það er jafnvel reiknað með að gestir geti orðið 10 til 15 þús, fer sjálfsagt líka eftir veðri, sem segir okkur hversu stórt þetta verkefni er. Bragi fór yfir skipulag mótsins og undirbúning. Það kom líka fram hjá Braga að það eru fullt af tækifærum fyrir ýmsa sem fylgja svona mótum, svo sem verslunareigendur og fl. Bragi var skemmtilegur og skýr í sínu erindi og svaraði fjölda fyrirspurna fundargesta. Við þökkum honum fyrir komuna.