Fréttir
Vorferð Rótarýklúbbs Selfoss 9.júní 2012
Reiðtúr
Laugardaginn 9. júní var vorferð Rótarýblúbbs Selfoss. Lagt var af stað í reiðtúr frá Eldhestum á Völlum í Ölfusi upp úr klukkan tvö og riðið niður að Ölfusá. Veður var eins og best gerist. Klúbbfélagar höfðu valið klæðnað við hæfi og eftir veðri og var þemað „allar mínar buxur eru reiðbuxur“ Komið var við í Auðsholti og áð. Tekin var staðan á búskapnum og þeim búskaparháttum sem viðhafðir eru þar. Stórbændurnir og Rótarýfélagar okkar, Guðmundur Karl og Ingimundur lýstu því hvað þeir eru þarna að sýsla og hverning þeir standa að málum. Stallari bauð upp á öl og brauð í áningu. Ferðin tókst í alla staði vel, gott veður, fallegt umhverfi og góður félagsskapur.