Fréttir

28.5.2012

Ástralíuferð GSE hóps 2012 - frásögn í myndum og orðum

Fyrirlesari:  Ólafur Helgi Kjartansson

Rótarýklúbbur Selfoss fékk góða gesti á fund þann 22.maí 2012. Það var hluti GSE hópsins sem fór til Ástralíu í mars síðastliðinn. Fararstjóri í ferðinni var okkar félagi, Ólafur Helgi Kjartansson. Einnig voru mætt þau Guðrún Guðmundsdóttir og Þórir Ingvarsson.  Ólafur hafði framsögu fyrir hópnum, hann mætti í glæsilegum einkennisklæðnaði sem hann féll hjá  "Victoria Police"  sem hann heimsótti. Eins og sjá má á myndum er kallinn bara flottur !  Ólafur sagði frá ferðinni og sýndi myndir. Heimsóknin vakti heilmikla athygli þarna úti og komu t.d. frásagnir í blöðum af þeim, eins og það að þau tóku með sér eldfjallaösku og Ólafur gaf blóð. Guðrún og Þórir tóku einnig til máls og sögðu frá ferðinni. Þau svöruðu líka fjölda fyrirspurna fundargesta. Það er greinilegt að þessi hópur er hress og skemmtilegur og hefur verið landi og þjóð til mikils sóma í ferðinni og ferðin sjálf hefur verið algjört ævintýri. Við þökkum GSE hóp fyrir skemmtilegar fund.        


Þórir, Guðrún og Ólafur HelgiundefinedundefinedFundur 22.5.2012,Ástralíuferð GSE hóps 2012Fundur 22.5.2012,Ástralíuferð GSE hóps 2012Fundur 22.5.2012,Ástralíuferð GSE hóps 2012Fundur 22.5.2012,Ástralíuferð GSE hóps 2012Fundur 22.5.2012,Ástralíuferð GSE hóps 2012Fundur 22.5.2012,Ástralíuferð GSE hóps 2012Fundur 22.5.2012,Ástralíuferð GSE hóps 2012Fundur 22.5.2012,Ástralíuferð GSE hóps 2012Fundur 22.5.2012,Ástralíuferð GSE hóps 2012Fundur 22.5.2012,Ástralíuferð GSE hóps 2012