Laxfiskar - lifnaðarhættir, ferðalög, ættfræði og fleira fróðlegt
Kristinn Ólafsson, Matís ohf.
Gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 15.5.2012 var Kristinn Ólafsson frá Matís. Kristinn hélt erindi um greiningu á arfgerðum laxa. Hann kynnti einnig Matís og starfsemi þess. Fróðlegt og skemmtilegt erindi hjá Kristni og svaraði hann fjölda fyrirspurna fundargesta. Fleiri góðir gestir komu á fundinn þetta kvöld og settu skemmtilegan blæ á hann. Þetta voru Eiríkur Hans Sigurðsson frá Rótarýklúbb Mosfellssveitar, Kristján Guðjónsson frá Rótarýklúbbnum Borgir-Kópavogi og frá Rótarýklúbb Grafarvogs komu Björn Viggósson, Björn Jakob Tryggvason og Svavar Valur Svavarsson. Þessir kappar komu á mótorhjólum austur yfir heiðina á fundinn hjá okkur og geri aðrir betur. Frábært hjá þeim. Við þökkum gestum fundarins kærlega fyrir komuna.