Fréttir

17.5.2012

Laxfiskar - lifnaðarhættir, ferðalög, ættfræði og fleira fróðlegt

Kristinn Ólafsson, Matís ohf.

Gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 15.5.2012 var Kristinn Ólafsson frá Matís. Kristinn hélt erindi um greiningu á arfgerðum laxa. Hann kynnti einnig Matís og starfsemi þess. Fróðlegt og skemmtilegt erindi hjá Kristni og svaraði hann fjölda fyrirspurna fundargesta. Fleiri góðir gestir komu á fundinn þetta kvöld og settu skemmtilegan blæ á hann. Þetta voru Eiríkur Hans Sigurðsson frá Rótarýklúbb Mosfellssveitar, Kristján Guðjónsson frá Rótarýklúbbnum Borgir-Kópavogi og frá Rótarýklúbb Grafarvogs komu Björn Viggósson, Björn Jakob Tryggvason og Svavar Valur Svavarsson. Þessir kappar komu á mótorhjólum austur yfir heiðina á fundinn hjá okkur og geri aðrir betur. Frábært hjá þeim. Við þökkum gestum fundarins kærlega fyrir komuna.                                                                        


Kristinn Ólafsson 15.5.2012Kristinn Ólafsson 15.5.2012Kristinn Ólafsson 15.5.2012Kristinn Ólafsson 15.5.2012Kristinn Ólafsson 15.5.2012Kristinn Ólafsson 15.5.2012Kristinn Ólafsson 15.5.2012