Fréttir

8.5.2012

Klúbbfundur 8.5.2012

Þann 8. maí 2012 var haldinn klúbbfundur hjá Rótarýklúbb Selfoss. Á fundinn komu góðir gestir, Guðrún Pálsdóttir og Anna Stefánsdóttir, þær eru félagar í Rótarýklúbbnum Borgir Kópavogi,  og Birgir Guðnason, hann er félagi í Rótarýklúbb Keflavíkur. Það er alltaf gaman þegar félagar úr öðrum klúbbum heimsækja okkur.  Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna. Stjórn klúbbsins fór yfir ýmis mál, þar á meðal hugmyndir um starfið á næsta ári. Voru málin rædd á líflegan máta eins og venja er. Síðasta mál fundar var upplestur og var það Sigurður Þór Sigurðsson sem steig á stokk og las upp ljóð og sagði sögu.  Hann endaði síðan á fallegri vísu eftir Sigga Grétars.  Góður flutningur hjá Sigurði sem uppskar hlátur fundargesta og mikið lófaklapp.                                                                                            


Klúbbfundur 8.5.2012Klúbbfundur 8.5.2012Klúbbfundur 8.5.2012Klúbbfundur 8.5.2012Klúbbfundur 8.5.2012