Fréttir
D-vítamín
Leifur Franzson, lyfjafræðingur hjá HÍ
Gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 24.4.2012 var Leifur Franzson lyfjafræðingur. Leifur hélt afar fróðlegt erindi: Undur og leyndardómar D-vítamíms. Lýsti hann virkni D-vítamíns og hvaða áhrif og hvernig, það hefur á mannslíkamann. Leifur fór yfir þetta á léttan og skemmtilegan hátt og einstaklega fróðlegan. Annar góður gestur kom á fundinn, Jón R Hjálmarsson, en hann er gamall félagi í klúbbnum okkar. Jón hélt smá tölu og þakkaði hlýhug og góðar kveðjur Rótarýfélaga en Jón hélt upp á níræðisafmæli sitt þann 28.mars síðastliðinn. Við þökkum þessum heiðursmönnum báðum fyrir komuna.