Fréttir

18.4.2012

Samgöngur á Suðurlandi

Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó.

Gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 17.4.2012 var Reynir Jónsson framkvæmdastjóri Strætó. Hann hélt skemmtilegt erindi um almenningssamgöngur. Fór yfir sögu Strætó, sameiningu SVR og AV,  hvernig reksturinn hefur gengið og upp í það að nú er allt Suðurlandið austur að Höfn með í leiðarkerfinu. Reynir sagði frá framtíðaráformum og áætlunum þar að lútandi, átökum við kerfið og pólítíkina. Í skoðun er innleiðing á svokallaðri FLEX þjónustu, sem er í stuttu máli svipuð leigubíl, maður er sóttur og ekið á áfangastað, en  deilir honum með öðrum þannig að full nýting fáist á bílinn. Reynir er léttur og skemmtilegur og var mikið fjör á fundinum. Að endingu svaraði Reynir fyrirspurnum fundargesta. Við þökkum honum fyrir komuna.                                    


Reynir Jónsson 17.4.2012Reynir Jónsson 17.4.2012Reynir Jónsson 17.4.2012Reynir Jónsson 17.4.2012Reynir Jónsson 17.4.2012