Fréttir

14.4.2012

Ferðalag til Ghana

Gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 10.4.2012 var ungur Selfossbúi, Sif Sigurðardóttir.  Sif hélt erindi og sagði okkur frá ferð sem hún fór til Ghana árið 2011.  Þar var hún sjálfboðaliði á munaðarleysingjahæli í tvo mánuði. Einnig sýndi hún fjölda mynda með aðstoð skjávarpa, frá ferðinni. Þetta var mjög lífleg og skemmtileg frásögn hjá Sif og greinilega verið mikið ævintýri. Það var líka greinilegt að ferðin hefur haft mikil áhrif á hana. Og það er ekki síður hollt fyrir okkur hin að fá að sjá og heyra um misjafnan aðbúnað fólks í heiminum. Við þökkum Sif kærlega fyrir komuna.                                                                                                                                


Sif Sigurðardóttir 10.4.2012Sif Sigurðardóttir 10.4.2012Sif Sigurðardóttir 10.4.2012Sif Sigurðardóttir 10.4.2012