Klúbbfundur 3.4.2012
Þriðjudagskvöldið 3.4.2012 var hefðbundinn klúbbfundur hjá Rótarýklúbb Selfoss. Farið yfir ýmis mál og hvað væri framunda. Stefán Magnússon bar kveðju og þakkir frá Jóni Hjálmarssyni félaga okkar, en hann varð níræður um daginn og hélt upp á það með hófi í Reykjavík, þangað sem Rótarýklúbburinn sendi honum bestu óskir í tilefni dagsins. Eins var klúbburinn búinn að endurheimta Ólaf Helga heim úr Ástralíuförinni með GSE hópnun íslenska. Ólafur sagði frá og lýsti ferðinni í stórum dráttum, þetta hefur greinilega verið mikið ævintýri og gaman. Nánar verður farið yfir ferðina seinna. Í lokin var Guðmundur Karl með upplestur. Flutti hann lausavísur meðal annars eftir afa sinn og föður sinn. Vel flutt hjá Guðmundi og mætti hann gera meira af þessu.