Fréttir

29.3.2012

Starfsemi og sýningar framundan hjá Listasafni Árnesinga

Inga Jónsdóttir forstöðukona

Inga Jónsdóttir forstöðukona Listasafns Árnesinga var gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þriðjudaginn 27.3.2012. Inga hélt skemmtilegt erindi um Listasafnið, um upphaf og tilurð safnsins, um sögu þess og hvernig það hefur þróast. Hún sagði frá því hvað er framundan og einnig fór hún yfir hinar ýmsu sýningar sem haldnar hafa verið og var með sýningarskrár frá þessum sýningum sem gengu milli fundarmanna til skoðunar. Í lokin svaraði Inga fjölda fyrirspurna fundarmanna. Við þökkum Ingu kærlega fyrir komuna.   


Inga Jónsdóttir 27.3.2012Inga Jónsdóttir 27.3.2012Inga Jónsdóttir 27.3.2012Inga Jónsdóttir 27.3.2012