Fréttir
Markaðsstofa Suðurlands
Davíð Samúelsson framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands var gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 20.3.2012. Davíð hélt skemmtilegt og líflegt erindi um Markaðsstofuna, tilgang hennar, starfsemina, framtíðarsýn og ótalmargt fleira. Það er greinilegt að unnið er á mörgum vígstöðvum að ferðaþjónustu á Suðurlandi og margt í pípunum. Að endingu svaraði Davíð fjölmörgum fyrirspurnum fundarmanna. Við þökkum Davíð fyrir komuna, hress og skemmtilegur maður á ferð.