Fréttir
Icesave samningarnir
Sigurður Már Jónsson blaðamaður gestur hjá Rótarýklúbb Selfoss 13.3.2012
Blaðamaðurinn Sigurður Már Jónsson var gestafyrirlesari á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 13.3.2012. Þess má geta að Sigurður er uppalinn á Selfossi. Á fundinn mættu fleiri góðir gestir, Jón Guðbjörnsson, en hann er gamall félagi í Rótarýklúbb Selfoss og faðir Sigurðar, og Guðlaugur Björgvinsson en hann er félagi í Rótarýklúbb Reykjavík-Breiðholt. Erindi Sigurðar fjallaði um Icesave samningana þá fyrstu og um bók sem hann skrifaði um þá. Fór Sigurður í gegnum málið frá upphafi í víðu samhengi og studdist við bók sína. Í lokin svaraði hann fjöld fyrirspurna fundarmanna. Við þökkum þessum heiðursmönnum kærlega fyrir komuna.