Fréttir
Starfsemi ungmennahúss og félagsmiðstöðvarinnar Zelsíus á Selfossi. Hvað er í boði fyrir ungt fólk á svæðinu?
Anna Þorsteinsdóttir, umsjónarmaður Ungmennahúss og félagsmiðstöðvarinnar Zelsíus
Anna Þorsteinsdóttir var gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss 14.2.2012. Það er ungliðanefnd Rótarýklúbbs Selfoss sem sér um fundarefni febrúarmánaðar og eru unglingarnir okkar það sem fjallað verður um. Erindi Önnu var um unglinga dagsins í dag. Hafa þeir breyst eitthvað frá því við vorum ung ? Hvernig er umhverfi þeirra í dag, áreiti og fleira. Hvernig er með unglina í Árborg ? Þetta var mjög lifandi og skemmtilegt erindi hjá Önnu og hollt fyrir okkur fullorðna fólkið að hlusta á. Að lokum svaraði hún fjölda fyrirspurna fundargesta.