Fréttir
Klúbbfundur 7.2.2012
Björn Bjarndal með upplestur
Þriðjudaginn 7.2.2012 var haldinn venjulegur klúbbfundur þar sem farið var yfir hin ýmsu mál að venju. Að því loknu las félagi okkar Björn Bjarndal upp úr ljóðabókinni "Ljóð og lausavísur" eftir Þórð Einarsson, en bókin var gefin út árið 1943. Þetta var skemmtilegur upplestur hjá Birni og athyglisvert að sumt af boðskap ljóðanna sem hann flutti á vel við ástandið á Íslandi í dag.