Fréttir
Ljósmyndasýning frá Héraðsskjalasafninu
Þorsteinn Tryggvi Másson gestur á fundi 31.1.2012
Þorsteinn Tryggvi Másson var gestur á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 31.janúar. Þetta er í annað sinn sem hann kemur til okkar með ljósmyndasýningu frá Héraðsskjalasafninu, en þar er verið að skrásetja fjölda mynda sem safninu hefur borist. Naut Þorsteinn aðstoðar fundargesta við að nafngreina fólk á myndum sem ekki hafði tekist að nafngreina. Komst hann nokkuð vel áfram með það verk. Þetta var fjörlegur og skemmtilegur fundur þar sem tíminn leið hratt og mikið var enn eftir að skoða þegar fundi var slitið um átta leytið.