Fréttir

2.2.2012

Vel heppnað Þorrablót Rótarýklúbbs Selfoss

Haldið í Tryggvaskála 27.1.2012

Þorrablót Rótarýklúbbs Selfoss var haldið í Tryggvaskála á Selfossi föstudagskvöldið 27.1.2012. Það var ferða og skemmtinefnd klúbbsins sem sá um blótið. Formaður nefndarinnar, Sigurður Þór Sigurðsson setti samkomuna upp úr klukkan sjö og bauð fólki til sætis. Hann stjórnaði síðan blótinu af miklum myndarskap. Sérstakir gestir voru á þessu þorrablóti, en það voru félagar úr Rótarýklúbb Rangæinga og þar á meðal Ólafur Ólafsson stofnandi klúbbsins. Forsetar þeirra klúbba sem voru á blótinu stigu nú í pontu og settu fund og slitu honum síðan strax aftur. Þetta voru Ástfríður Sigurðardóttir fyrir Rótarýklúbb Selfoss, Ísólfur Gylfi Pálmason fyrir Rótarýklúbb Rangæinga og Sigríður Guðmundsdóttir fyrir Innerweel. Samkomugestir sungu eitt lag, síðan var snæddur þorramatur. Sigríður Guðmundsdóttir flutti minni karla og Vigfús Þór Gunnarsson flutti minni kvenna. Ólafur Ólafsson Rótarýklúbb Rangæinga tók líka til máls. Mikið var sungið og með tilþrifum og síðan stiginn dans fram á nótt við undirleik hirðhljómsveitar Rótarýklúbbs Selfoss ; Ingimars og hrútspunganna. Hér eru nokkrar myndir frá blótinu en fleiri eru inn á   myndasafninu.      


Þorrablót Rótarýklúbbs Selfoss 27.1.2012Þorrablót Rótarýklúbbs Selfoss 27.1.2012Þorrablót Rótarýklúbbs Selfoss 27.1.2012Þorrablót Rótarýklúbbs Selfoss 27.1.2012Þorrablót Rótarýklúbbs Selfoss 27.1.2012Þorrablót Rótarýklúbbs Selfoss 27.1.2012Þorrablót Rótarýklúbbs Selfoss 27.1.2012Þorrablót Rótarýklúbbs Selfoss 27.1.2012Þorrablót Rótarýklúbbs Selfoss 27.1.2012Þorrablót Rótarýklúbbs Selfoss 27.1.2012Þorrablót Rótarýklúbbs Selfoss 27.1.2012