Fréttir

30.1.2012

Guðni Bragasson forstöðumaður Friðargæslu og neyðarhjálpar Íslands á vegum utanríkisráðuneytisins,  gestur hjá Rótarýklúbb Selfoss

Á fundi hjá Rótarýklúbb Selfoss þann 17.1.2012 flutti Guðni Bragason erindi um friðargæslu á vegum utanríkisráðuneytis Íslands. Fram kom hjá Guðna að upp úr 1950 hefðu tveir lögregluþjónar á einstaklingsgrunni unnið við friðargæslu og eftirlit í Palestínu, á vegum Sameinuðu Þjóðanna. Í kjölfar stríðanna á Balkanskaga um 1995 hófu Íslendingar þáttöku í þessum alþjóðastörfum með markvissum hætti. Íslenska friðargæslan var stofnuð 2001. Unnið hefur verið víða um heim og að margvíslegum verkefnum. Það var mjög fróðlegt að hlusta á Guðna og fá að skyggnast inn í þennan heim sem er ekki alla jafna fyrir augum manns. Guðni lofaði okkur að koma aftur seinna og segja frá fleiru. Í lokin svaraði hann spurningum fundargesta. Við þökkum Guðna fyrir komuna.                                                                               

Guðni Bragason 17.1.2012Guðni Bragason 17.1.2012Guðni Bragason 17.1.2012