Fréttir

2.1.2012

Klúbbfundur með hátíðarblæ

20. DESEMBER 2011

Hefðbundin klúbbfundur var haldinn þriðjudagskvöldið 20.12.2011. Sérstaklega var vandað til matarins að þessu sinni í tilefni komu jólanna. Starfsfólk Hótel Selfoss á heiður skilið fyrir framtakið, en þau komu okkur á óvart með glæsilegu jólahlaðborði. Bestu þakkir fyrir það.  Óli Þ Guðbjartsson las upp úr endurminningum Sigurjóns Einarssonar frá Kirkjubæjarklaustri, vel flutt og skemmtilegt hjá Óla. Garðar gjaldkeri kynnti nýlega útkomna bók tengdaföður síns, Vilhjálms frá Brekku í Mjólafirði. Þetta var alveg sérstaklega hátíðlegur og skemmtilegur fundur.                               


Klúbbfundur 20.12.2011Klúbbfundur 20.12.2011Klúbbfundur 20.12.2011Klúbbfundur 20.12.2011